Hetjuleg barátta Kómoreyja dugði ekki til: Kamerún og Gambía í átta liða úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2022 21:40 Úr leik Kamerún og Kómoreyja í kvöld. Twitter/CAF_Online Tvær þjóðir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Gambía vann 1-0 sigur á Gíneu á meðan Kamerún vann Kómoreyjar 2-1 í leik þar sem tapliðið neyddist til að spila með útileikmann í marki. Musa Barrow, leikmaður Bologna á Ítalíu, reyndist hetja Gambíu en hann skoraði eina mark leiksins þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Gambíumenn enduðu þó leikinn manni færri þar sem Yusupha Njie nældi sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það kom ekki að sök þar sem Gambía vann 1-0 og er komin áfram í 8-liða úrslit. Í hinum leik kvöldsins mættust Kamerún og Kómoreyjar. Til að gera verkefni síðarnefnda landsins enn erfiðara í kvöld þurfti liðið að stilla upp með útileikmann í marki. Féll það í skaut vinstri bakvarðarins Chaker Alhadhur að standa á milli stanganna. Chaker Alhadhur. We salute you. #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamComoros | @fedcomfootball pic.twitter.com/H6jsjjHBeb— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 24, 2022 Ef verkefni kvöldsins var ekki nægilega erfitt fyrir Kómoreyjar þá varð það nær ómögulegt þegar reynsluboltinn Nadjim Abdou fékk beint rautt spjald á 7. mínútu. Karl Toko Ekambi kom Kamerún yfir þegar hálftími var liðinn og staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Kamerún nokkuð langan tíma að ganga frá leiknum en á endanum kom annað mark liðsins þegar aðeins tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. SIX GOALS IN FOUR GAMES.Vincent Aboubakar passes @SamuelEtoo's record (5) of most goals in a single AFCON tournament for Cameroon pic.twitter.com/lPmPViSfkg— B/R Football (@brfootball) January 24, 2022 Markið skoraði markahrókurinn Vincent Aboubakar og tryggði svo gott sem sæti Kamerún í 8-liða úrslitum. Youssouf M'Changama tókst reyndar að minnka muninn fyrir Kómoreyjar með einu glæsilegasta aukaspyrnumarki síðari ára en nær komst liðið ekki og lokatölur því 2-1 Kamerún í vil. The feeling when you score one of the best ever goals in #TotalEnergiesAFCON history #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamComoros | @fedcomfootball pic.twitter.com/YZGYxvokBS— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 24, 2022 Kamerún og Gambía því komin í 8-liða úrslit keppninnar ásamt Túnis og Búrkína Fasó. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Tengdar fréttir Verða með útileikmann í markinu í kvöld Kómoreyjar, sem nú upplifa Öskubuskuævintýri í Afríkukeppninni í fótbolta, verða án allra markvarða sinna í leiknum við Kamerún í kvöld. 24. janúar 2022 14:46 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Musa Barrow, leikmaður Bologna á Ítalíu, reyndist hetja Gambíu en hann skoraði eina mark leiksins þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Gambíumenn enduðu þó leikinn manni færri þar sem Yusupha Njie nældi sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það kom ekki að sök þar sem Gambía vann 1-0 og er komin áfram í 8-liða úrslit. Í hinum leik kvöldsins mættust Kamerún og Kómoreyjar. Til að gera verkefni síðarnefnda landsins enn erfiðara í kvöld þurfti liðið að stilla upp með útileikmann í marki. Féll það í skaut vinstri bakvarðarins Chaker Alhadhur að standa á milli stanganna. Chaker Alhadhur. We salute you. #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamComoros | @fedcomfootball pic.twitter.com/H6jsjjHBeb— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 24, 2022 Ef verkefni kvöldsins var ekki nægilega erfitt fyrir Kómoreyjar þá varð það nær ómögulegt þegar reynsluboltinn Nadjim Abdou fékk beint rautt spjald á 7. mínútu. Karl Toko Ekambi kom Kamerún yfir þegar hálftími var liðinn og staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Kamerún nokkuð langan tíma að ganga frá leiknum en á endanum kom annað mark liðsins þegar aðeins tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. SIX GOALS IN FOUR GAMES.Vincent Aboubakar passes @SamuelEtoo's record (5) of most goals in a single AFCON tournament for Cameroon pic.twitter.com/lPmPViSfkg— B/R Football (@brfootball) January 24, 2022 Markið skoraði markahrókurinn Vincent Aboubakar og tryggði svo gott sem sæti Kamerún í 8-liða úrslitum. Youssouf M'Changama tókst reyndar að minnka muninn fyrir Kómoreyjar með einu glæsilegasta aukaspyrnumarki síðari ára en nær komst liðið ekki og lokatölur því 2-1 Kamerún í vil. The feeling when you score one of the best ever goals in #TotalEnergiesAFCON history #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamComoros | @fedcomfootball pic.twitter.com/YZGYxvokBS— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 24, 2022 Kamerún og Gambía því komin í 8-liða úrslit keppninnar ásamt Túnis og Búrkína Fasó.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Tengdar fréttir Verða með útileikmann í markinu í kvöld Kómoreyjar, sem nú upplifa Öskubuskuævintýri í Afríkukeppninni í fótbolta, verða án allra markvarða sinna í leiknum við Kamerún í kvöld. 24. janúar 2022 14:46 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Verða með útileikmann í markinu í kvöld Kómoreyjar, sem nú upplifa Öskubuskuævintýri í Afríkukeppninni í fótbolta, verða án allra markvarða sinna í leiknum við Kamerún í kvöld. 24. janúar 2022 14:46