Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.

Fjöldi Oxycontin-notenda á Íslandi hefur margfaldast á síðustu tíu árum, þrátt fyrir aukna meðvitund um skaðsemi lyfjanna og hertar reglur. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og í Kompás að loknum fréttum.

Þá segjum við einnig frá því að sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar í lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun.

Við lítum einnig á stemninguna í Búdapest í dag eftir að Íslendingar töpuðu naumlega fyrir Króötum auk þess sem við kíkjum á fólk sem horfði á leikinn yfir bólusetningu í Laugardalshöll í dag.

Þá kynnum við okkur verðhækkanir sem eru í kortunum, áhuga fólks á að vinna áfram í fjarvinnu eftir faraldurinn og hittum elsta St. Berhards hund landsins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Vísis klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×