Innlent

Kaflar að Fjaðrárglúfri og Hvítserk fá bundið slitlag

Kristján Már Unnarsson skrifar
Horft niður Fjaðrárgljúfur að vetri. Gljúfrið er skammt frá Kirkjubæjarklaustri.
Horft niður Fjaðrárgljúfur að vetri. Gljúfrið er skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Umhverfisstofnun

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í endurbyggingu tveggja kílómetra vegarkafla og lagningu bundins slitlags milli Hunkubakka og Fjaðrárgljúfurs í Skaftárhreppi. Áður var búið að klæða eins kílómetra kafla frá þjóðvegi eitt að Hunkubökkum. Þegar verkinu lýkur munu vegafarendur á hringveginum því geta komist á malbiki alla leið að þessum vinsæla ferðamannastað, sem er um tíu kílómetra vestan Kirkjubæjarklausturs.

Ætlunin er að vinna verkið rösklega þannig að það klárist í sumar. Samkvæmt útboðsauglýsingu rennur tilboðsfrestur út þriðjudaginn 1. febrúar 2022. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst 2022, fyrir verslunarmannahelgi.

Klettadrangurinn Hvítserkur er við Húnaflóa.KMU

Vegagerðin hefur jafnframt boðið út 2,2 kílómetra kafla á Vatnsnesvegi í Vesturhópi í Húnaþingi vestra. Kaflinn er milli Vesturhópshóla og Þorfinnsstaða og verður klæddur bundnu slitlagi en um hann liggur leiðin frá hringveginum að náttúruvættinu Hvítserk.

Reisa á nýja sautján metra langa brú yfir Vesturhópshólaá, leggja nýjan veg á eins kílómetra kafla og endurbyggja veginn á 1,2 kílómetra kafla. Einnig er inni í verkinu lagning heimreiða og tenginga.

Samkvæmt útboðsauglýsingu rennur tilboðsfrestur einnig út þriðjudaginn 1. febrúar. Þessu verki skal sömuleiðis að fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst í sumar.


Tengdar fréttir

Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri

Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur.

Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg

Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna.

Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum

Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×