Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2018 15:15 Ástand Vatnsnesvegar hefur valdið íbúum á svæðinu áhyggjum í mörg ár. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Mörg dæmi eru sögð um að börn kasti upp í skólarútu þegar þeim er ekið um Vatnsveg vegna þess hve illa vegurinn er farinn og að þau kvíði rútuferðunum. Íbúar við veginn eru ósáttir við það sem þeir segja seinagang og skilningsleysi stjórnvalda. Einn íbúanna segir foreldra uggandi yfir því að börn þeirra vilji ekki lengur fara í skólann vegna ferðarinnar þangað. „Foreldar eru bara uggandi yfir ástandinu því börnin er farin að sýna einkenni þess að þau vilji hreinlega ekki fara í skólann því þau kvíða fyrir að fara alla þessa leið,“ segir Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir frá Sauðadalsá sem átti þátt í að skipuleggja íbúafund Vatnsnesinga sem haldinn var á miðvikudag. Ástand vegarins er afar slæmt, að ögn Guðrúnar Óskar. Hann sé svo gott sem alsettur holum og á köflum sé hann þakinn drulluleðju. Um um það bil sjötíu kílómetra langan malarkafla sé að ræða og ástand hans sé því misjafnt með betri köflum inn á milli. „Bróðurparturinn er auðvitað þannig að þú getur ekki keyrt hann öðruvísi en að vera ofan í holum,“ segir hún. Börnin sem koma lengst að þurfa að fara um áttatíu kílómetra um veginn á hverjum virkum degi. Guðrún Ósk segir að vegna ástands vegarins taki önnur ferðinn yfir klukkutíma í stað fjörutíu mínútna ella. Dæmi séu um að börn hafi ælt af því að sitja í skólarútunni.Börn eru sögð kviðinn fyrir því að mæta í skóla vegna þess að þau þurfa að hossast tugi kílómetra yfir holóttan veginn.Guðrún Ósk SteinbjörnsdóttirUrgur í fólkinu Mikil umferð ferðamanna er um veginn sem liggur að vinsælum stöðum eins og Selaslóðum á vestanverður Vatnsnesi og Hvítserk. Guðrún Ósk segir að umferðin sé enn mikil þrátt fyrir að nóvember nálgist nú óðfluga. Vegurinn sé einbreiður og hann anni umferðinni engan veginn. Vegagerðin bregðist við kvörtunum íbúa með því að reyna að hefla veginn. Það hafi hins vegar lítið að segja og vegurinn fari strax aftur í fyrra horf. Eftir eina slíka tilraun á dögunum hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraðann. Guðrún Ósk segir að íbúar á svæðinu hafi kvartað undan veginum í mörg ár án þess að nokkuð hafi gerst. Ekkert sé fast í hendi varðandi framkvæmdir í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum. „Það er svona urgur í fólki yfir því að það er ekkert gert fyrir okkur,“ segir Guðrún Ósk. Íbúafundurinn samþykkti ályktun um veginn sem hann sendi forsætisráðherra, samgönguráðherra og öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Ályktunina má lesa á vefnum Trölli.is sem sagði fyrst frá íbúafundinum. Þar segir meðal annars um áhrif vegarins á börnin: „Foreldrar eru orðnir mjög uggandi um börn sín í skólaakstri á þessum vegi og eru mörg dæmi um að börn kasti upp á leiðinni. Eins eru börnin kvíðin fyrir ferðunum og eru lengi að jafna sig í skóla og heima í lok ferðar og eins hefur ferðatíminn lengst til muna. Þetta er að sjálfsögðu algerlega óviðunandi og má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál,“ segir í ályktuninni. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Mörg dæmi eru sögð um að börn kasti upp í skólarútu þegar þeim er ekið um Vatnsveg vegna þess hve illa vegurinn er farinn og að þau kvíði rútuferðunum. Íbúar við veginn eru ósáttir við það sem þeir segja seinagang og skilningsleysi stjórnvalda. Einn íbúanna segir foreldra uggandi yfir því að börn þeirra vilji ekki lengur fara í skólann vegna ferðarinnar þangað. „Foreldar eru bara uggandi yfir ástandinu því börnin er farin að sýna einkenni þess að þau vilji hreinlega ekki fara í skólann því þau kvíða fyrir að fara alla þessa leið,“ segir Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir frá Sauðadalsá sem átti þátt í að skipuleggja íbúafund Vatnsnesinga sem haldinn var á miðvikudag. Ástand vegarins er afar slæmt, að ögn Guðrúnar Óskar. Hann sé svo gott sem alsettur holum og á köflum sé hann þakinn drulluleðju. Um um það bil sjötíu kílómetra langan malarkafla sé að ræða og ástand hans sé því misjafnt með betri köflum inn á milli. „Bróðurparturinn er auðvitað þannig að þú getur ekki keyrt hann öðruvísi en að vera ofan í holum,“ segir hún. Börnin sem koma lengst að þurfa að fara um áttatíu kílómetra um veginn á hverjum virkum degi. Guðrún Ósk segir að vegna ástands vegarins taki önnur ferðinn yfir klukkutíma í stað fjörutíu mínútna ella. Dæmi séu um að börn hafi ælt af því að sitja í skólarútunni.Börn eru sögð kviðinn fyrir því að mæta í skóla vegna þess að þau þurfa að hossast tugi kílómetra yfir holóttan veginn.Guðrún Ósk SteinbjörnsdóttirUrgur í fólkinu Mikil umferð ferðamanna er um veginn sem liggur að vinsælum stöðum eins og Selaslóðum á vestanverður Vatnsnesi og Hvítserk. Guðrún Ósk segir að umferðin sé enn mikil þrátt fyrir að nóvember nálgist nú óðfluga. Vegurinn sé einbreiður og hann anni umferðinni engan veginn. Vegagerðin bregðist við kvörtunum íbúa með því að reyna að hefla veginn. Það hafi hins vegar lítið að segja og vegurinn fari strax aftur í fyrra horf. Eftir eina slíka tilraun á dögunum hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraðann. Guðrún Ósk segir að íbúar á svæðinu hafi kvartað undan veginum í mörg ár án þess að nokkuð hafi gerst. Ekkert sé fast í hendi varðandi framkvæmdir í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum. „Það er svona urgur í fólki yfir því að það er ekkert gert fyrir okkur,“ segir Guðrún Ósk. Íbúafundurinn samþykkti ályktun um veginn sem hann sendi forsætisráðherra, samgönguráðherra og öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Ályktunina má lesa á vefnum Trölli.is sem sagði fyrst frá íbúafundinum. Þar segir meðal annars um áhrif vegarins á börnin: „Foreldrar eru orðnir mjög uggandi um börn sín í skólaakstri á þessum vegi og eru mörg dæmi um að börn kasti upp á leiðinni. Eins eru börnin kvíðin fyrir ferðunum og eru lengi að jafna sig í skóla og heima í lok ferðar og eins hefur ferðatíminn lengst til muna. Þetta er að sjálfsögðu algerlega óviðunandi og má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál,“ segir í ályktuninni.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira