Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2018 15:15 Ástand Vatnsnesvegar hefur valdið íbúum á svæðinu áhyggjum í mörg ár. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Mörg dæmi eru sögð um að börn kasti upp í skólarútu þegar þeim er ekið um Vatnsveg vegna þess hve illa vegurinn er farinn og að þau kvíði rútuferðunum. Íbúar við veginn eru ósáttir við það sem þeir segja seinagang og skilningsleysi stjórnvalda. Einn íbúanna segir foreldra uggandi yfir því að börn þeirra vilji ekki lengur fara í skólann vegna ferðarinnar þangað. „Foreldar eru bara uggandi yfir ástandinu því börnin er farin að sýna einkenni þess að þau vilji hreinlega ekki fara í skólann því þau kvíða fyrir að fara alla þessa leið,“ segir Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir frá Sauðadalsá sem átti þátt í að skipuleggja íbúafund Vatnsnesinga sem haldinn var á miðvikudag. Ástand vegarins er afar slæmt, að ögn Guðrúnar Óskar. Hann sé svo gott sem alsettur holum og á köflum sé hann þakinn drulluleðju. Um um það bil sjötíu kílómetra langan malarkafla sé að ræða og ástand hans sé því misjafnt með betri köflum inn á milli. „Bróðurparturinn er auðvitað þannig að þú getur ekki keyrt hann öðruvísi en að vera ofan í holum,“ segir hún. Börnin sem koma lengst að þurfa að fara um áttatíu kílómetra um veginn á hverjum virkum degi. Guðrún Ósk segir að vegna ástands vegarins taki önnur ferðinn yfir klukkutíma í stað fjörutíu mínútna ella. Dæmi séu um að börn hafi ælt af því að sitja í skólarútunni.Börn eru sögð kviðinn fyrir því að mæta í skóla vegna þess að þau þurfa að hossast tugi kílómetra yfir holóttan veginn.Guðrún Ósk SteinbjörnsdóttirUrgur í fólkinu Mikil umferð ferðamanna er um veginn sem liggur að vinsælum stöðum eins og Selaslóðum á vestanverður Vatnsnesi og Hvítserk. Guðrún Ósk segir að umferðin sé enn mikil þrátt fyrir að nóvember nálgist nú óðfluga. Vegurinn sé einbreiður og hann anni umferðinni engan veginn. Vegagerðin bregðist við kvörtunum íbúa með því að reyna að hefla veginn. Það hafi hins vegar lítið að segja og vegurinn fari strax aftur í fyrra horf. Eftir eina slíka tilraun á dögunum hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraðann. Guðrún Ósk segir að íbúar á svæðinu hafi kvartað undan veginum í mörg ár án þess að nokkuð hafi gerst. Ekkert sé fast í hendi varðandi framkvæmdir í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum. „Það er svona urgur í fólki yfir því að það er ekkert gert fyrir okkur,“ segir Guðrún Ósk. Íbúafundurinn samþykkti ályktun um veginn sem hann sendi forsætisráðherra, samgönguráðherra og öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Ályktunina má lesa á vefnum Trölli.is sem sagði fyrst frá íbúafundinum. Þar segir meðal annars um áhrif vegarins á börnin: „Foreldrar eru orðnir mjög uggandi um börn sín í skólaakstri á þessum vegi og eru mörg dæmi um að börn kasti upp á leiðinni. Eins eru börnin kvíðin fyrir ferðunum og eru lengi að jafna sig í skóla og heima í lok ferðar og eins hefur ferðatíminn lengst til muna. Þetta er að sjálfsögðu algerlega óviðunandi og má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál,“ segir í ályktuninni. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Mörg dæmi eru sögð um að börn kasti upp í skólarútu þegar þeim er ekið um Vatnsveg vegna þess hve illa vegurinn er farinn og að þau kvíði rútuferðunum. Íbúar við veginn eru ósáttir við það sem þeir segja seinagang og skilningsleysi stjórnvalda. Einn íbúanna segir foreldra uggandi yfir því að börn þeirra vilji ekki lengur fara í skólann vegna ferðarinnar þangað. „Foreldar eru bara uggandi yfir ástandinu því börnin er farin að sýna einkenni þess að þau vilji hreinlega ekki fara í skólann því þau kvíða fyrir að fara alla þessa leið,“ segir Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir frá Sauðadalsá sem átti þátt í að skipuleggja íbúafund Vatnsnesinga sem haldinn var á miðvikudag. Ástand vegarins er afar slæmt, að ögn Guðrúnar Óskar. Hann sé svo gott sem alsettur holum og á köflum sé hann þakinn drulluleðju. Um um það bil sjötíu kílómetra langan malarkafla sé að ræða og ástand hans sé því misjafnt með betri köflum inn á milli. „Bróðurparturinn er auðvitað þannig að þú getur ekki keyrt hann öðruvísi en að vera ofan í holum,“ segir hún. Börnin sem koma lengst að þurfa að fara um áttatíu kílómetra um veginn á hverjum virkum degi. Guðrún Ósk segir að vegna ástands vegarins taki önnur ferðinn yfir klukkutíma í stað fjörutíu mínútna ella. Dæmi séu um að börn hafi ælt af því að sitja í skólarútunni.Börn eru sögð kviðinn fyrir því að mæta í skóla vegna þess að þau þurfa að hossast tugi kílómetra yfir holóttan veginn.Guðrún Ósk SteinbjörnsdóttirUrgur í fólkinu Mikil umferð ferðamanna er um veginn sem liggur að vinsælum stöðum eins og Selaslóðum á vestanverður Vatnsnesi og Hvítserk. Guðrún Ósk segir að umferðin sé enn mikil þrátt fyrir að nóvember nálgist nú óðfluga. Vegurinn sé einbreiður og hann anni umferðinni engan veginn. Vegagerðin bregðist við kvörtunum íbúa með því að reyna að hefla veginn. Það hafi hins vegar lítið að segja og vegurinn fari strax aftur í fyrra horf. Eftir eina slíka tilraun á dögunum hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraðann. Guðrún Ósk segir að íbúar á svæðinu hafi kvartað undan veginum í mörg ár án þess að nokkuð hafi gerst. Ekkert sé fast í hendi varðandi framkvæmdir í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum. „Það er svona urgur í fólki yfir því að það er ekkert gert fyrir okkur,“ segir Guðrún Ósk. Íbúafundurinn samþykkti ályktun um veginn sem hann sendi forsætisráðherra, samgönguráðherra og öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Ályktunina má lesa á vefnum Trölli.is sem sagði fyrst frá íbúafundinum. Þar segir meðal annars um áhrif vegarins á börnin: „Foreldrar eru orðnir mjög uggandi um börn sín í skólaakstri á þessum vegi og eru mörg dæmi um að börn kasti upp á leiðinni. Eins eru börnin kvíðin fyrir ferðunum og eru lengi að jafna sig í skóla og heima í lok ferðar og eins hefur ferðatíminn lengst til muna. Þetta er að sjálfsögðu algerlega óviðunandi og má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál,“ segir í ályktuninni.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira