Tolleruðu mótherja sem sneri aftur eftir tveggja ára fjarveru vegna heilaæxlis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2022 23:01 Virginia Torrecilla fékk flugferð frá leikmönnum Barcelona. getty/Angel Martinez Leikmenn Barcelona sýndu sannan íþróttaanda í verki þegar þeir tolleruðu leikmann Atlético Madrid eftir leik liðanna í spænska ofurbikarnum í gær. Börsungar unnu hann, 7-0. Virginia Torrecilla kom inn á sem varamaður þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var fyrsti leikur hennar í tæp tvö ár. Torrecilla greindist með heilaæxli í maí 2020. Í kjölfarið gekkst hún undir aðgerð og svo lyfjameðferð. Torrecilla sneri aftur til æfinga í mars í fyrra og lék loks sinn fyrsta leik með Atlético eftir veikindin í gær. Það var hennar fyrsti keppnisleikur síðan hún lék með spænska landsliðinu í 1-0 sigri á því enska á SheBelieves Cup í mars 2020. Það voru ekki bara samherjar Torrecillu sem voru ánægðir að sjá hana aftur inni á vellinum heldur einnig mótherjarnir í Barcelona. Og eftir leikinn tolleruðu Börsungar Torrecillu eins og sjá má hér fyrir neðan. La Supercopa no ha estat l única victòria d avui @virginiiiaTr pic.twitter.com/fJf8CJIiWS— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) January 23, 2022 Torrecilla lék með Barcelona á árunum 2012-15 og varð þrívegis spænskur meistari með liðinu. Þá hefur hún leikið með mörgum leikmönnum liðsins í spænska landsliðinu. Hin 27 ára Torrecilla hefur leikið 66 landsleiki og skorað í þeim sjö mörk. Eftir fjögur ár hjá Montpellier í Frakklandi gekk Torrecilla í raðir Atlético sumarið 2019. Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Sjá meira
Virginia Torrecilla kom inn á sem varamaður þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var fyrsti leikur hennar í tæp tvö ár. Torrecilla greindist með heilaæxli í maí 2020. Í kjölfarið gekkst hún undir aðgerð og svo lyfjameðferð. Torrecilla sneri aftur til æfinga í mars í fyrra og lék loks sinn fyrsta leik með Atlético eftir veikindin í gær. Það var hennar fyrsti keppnisleikur síðan hún lék með spænska landsliðinu í 1-0 sigri á því enska á SheBelieves Cup í mars 2020. Það voru ekki bara samherjar Torrecillu sem voru ánægðir að sjá hana aftur inni á vellinum heldur einnig mótherjarnir í Barcelona. Og eftir leikinn tolleruðu Börsungar Torrecillu eins og sjá má hér fyrir neðan. La Supercopa no ha estat l única victòria d avui @virginiiiaTr pic.twitter.com/fJf8CJIiWS— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) January 23, 2022 Torrecilla lék með Barcelona á árunum 2012-15 og varð þrívegis spænskur meistari með liðinu. Þá hefur hún leikið með mörgum leikmönnum liðsins í spænska landsliðinu. Hin 27 ára Torrecilla hefur leikið 66 landsleiki og skorað í þeim sjö mörk. Eftir fjögur ár hjá Montpellier í Frakklandi gekk Torrecilla í raðir Atlético sumarið 2019.
Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Sjá meira