Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Almannavarnir sendu á fjölmiðla rétt í þessu.
Fjöldi þeirra sem eru í einangrun og sóttkví og hversu mörg PCR sýni voru tekin í gær, kemur fram á covid.is þegar heimasíðan verður uppfærð á morgun.
Eins og áður þá teljast þessar tölur sem sendar eru út um helgar, sem bráðabirgðatölur, líkt segir í tilkynningu Almannavarna.
35 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim því fækkað um tvö á milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu en þeir voru þrír í gær. Starfsmönnum spítalans í einangrun hefur fjölgað mikið um helgina og eru nú tvö hundruð starfsmenn spítalans í einangrun.