Fram kemur í dagbók lögreglunnar að tilkynning um mann í annarlegu ástandi í húsi í Breiðholti skömmu eftir miðnætti.
Ku hann hafa komið sér fyrir í sameign hússins og ætlaði lögreglan að vísa honum út úr húsinu.
Maðurinn fór hins vegar ekki að fyrirmælum lögreglu, neitaði að gefa upp nafn og veittist að lokum að lögreglu.
Maðurinn var handtekinn og komið fyrir í fangageymslu lögreglu.