Sport

Dagskráin í dag: Körfubolti, NFL og golf

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Tom Brady og Rob Gronkowski ætla sér enn einn titilinn
Tom Brady og Rob Gronkowski ætla sér enn einn titilinn EPA-EFE/ERIK S. LESSER

Það er nóg um að vera þennan sunnudaginn líkt og flesta sunnudaga á sportstöðvum Stöðvar 2. Amerískur fótbolti, alls konar körfubolti og golf.

Sýnt verður frá tveimur golfmótum á Stöð 2 Golf. Fyrst fer af stað Abu Dhabi meistaramótið á PGA mótaröðinni og hefst útsendingin klukkan 07:00. Klukkan 17:00 byrjar svo útsending frá Tournament of champions á LPGA mótaröðinni.

Það verður alls konar körfubolti á dagskránni. Klukkan 17:20 er það spænska úrvalsdeildin er þar mætast risarnir Real Madrid og Barcelona á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 17:50 hefst útsending frá leik Breiðabliks og Hauka í Subwaydeild kvenna á Stöð 2 Sport og klukkan 18:00 er komið að leik New york Knicks og Los Angeles Clippers í NBA deildinni og er leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport 3.

Úrslitakeppnin í NFL á Stöð 2 Sport 2 heldur svo áfram. Klukkan 20:00 hefst leikur LA Rams og Tampa Bay Buccaneers og klukkan 23:35 er komið að leik Kansas City Chiefs og Buffalo Bills.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×