Erlent

Vilja styrkja tengsl Banda­ríkjanna og Ís­lands

Árni Sæberg skrifar
Chellie Pingree er einn flutningsmanna Íslandsfrumvarpsins.
Chellie Pingree er einn flutningsmanna Íslandsfrumvarpsins. Caroline Brehman/Getty

Bandarískir fulltrúadeildaþingmenn hafa lagt fram frumvarp sem þeir kalla Íslandsfrumvarpið. Því er ætlað að styrkja tengsl milli Bandaríkjanna og Íslands með því að heimila sérstök atvinnulandvistarleyfi fyrir Íslendinga.

Demókratinn Chellie Pingree tilkynnti í gær að hún hefði lagt fram Íslandsfrumvarpið ásamt þremur öðrum þingmönnum. Á Twitter sagði hún að frumvarpið væri mikilvægur þáttur í því að greiða fyrir starfsemi íslenskra fyrirtækja í Bandaríkjunum.

Þá vísar hún til greinar The Philadelphia Inquirer um Íslenska skyrgerðarmanninn Gunnar Birgisson. Í greininni segir að Gunnar geti ekki starfað hjá sínu eigin fyrirtæki, Reykjavík Creamery, sökum skorts á landvistarleyfi.

AP fréttaveitan hefur eftir Pingree að tími sé kominn til að styrka viðskiptasamband landanna og að Ísland sé þegar mikilvægur viðskiptafélagi Bandaríkjanna.

„Þau munu styrkja tvíhliða tengls við Ísland og efla fjárfestingar og efnahagslegan vöxt í báðum löndum,“ segir hún um ætluð atvinnulandvistarleyfi handa Íslendingum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.