Allt að gerast á Skagaströnd - Tveggja daga ljósalistahátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2022 15:01 Mörg flott og falleg verk verða á hátíðinni. Aðsend Það stendur mikið til á Skagaströnd á morgun og á mánudaginn því þá stendur Nes listamiðstöð fyrir ljósalistahátíðinni “Light up” í samvinnu við níu erlenda listamenn. Alls konar listaverk verða lýst upp með LED ljósum til að varpa birtu, búa til skugga, endurskin og fleira víða um Skagaströnd þessa tvo daga. Á Skagaströnd búa tæplega 500 manns. Það er mikill kraftur í Nes Listamiðstöð á staðnum og þeim, sem stjórna miðstöðinni því þeir hafa nú undirbúið ljósahátíðina, sem mikil spenna er fyrir. Janúar er jú mjög dimmur mánuður og því er vel við hæfa að lýsa hann upp í tvo daga frá 18:00 til 21:30 eins og listamennirnir hjá Nes Listamiðstöð munu gera. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn í ár og er vonandi komin til að vera.Aðsend Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir er stjórnarformaður miðstöðvarinnar og fer fyrir ljósahátíðinni á Skagaströnd. „Það eru í rauninni alls konar verkefni í gangi, á tjaldsvæðinu er til dæmis einn að vinna með risastórt tungl. Svo erum við að varpa ljósum á húsveggi og á steina, og svo er einn listamaður að búa til eldfjöll úr snjó. Þetta er ótrúlega upplífgandi fyrir bæinn, sérstaklega svona í mesta skammdeginu,“ segir Guðbjörg Eva. En hvernig geta íbúar og gestir notið hátíðarinnar? „Það er bara að fara í göngutúr og rölta um til að sjá öll listaverkin eða bara að kíkja á rúntinn, bara allt eins og fólki finnst best." Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir hátíðna.Einkasafn Þetta er svolítið sniðugt í Covid að gera þetta svona? „Já, við ákváðum að blása þetta ekki af þrátt fyrir allar takmarkanir af því að fólk getur haldið sig svolítið út af fyrir sig. Þó bærinn sé lítill þá eru fjölmargir staðir, sem við erum með verk á, þannig að það ætti ekki að vera neitt vandamál,“ segir Guðbjörg Eva. Guðbjörg Eva segist finna fyrir mikilli tilhlökkun fyrir ljóslistahátíðinni á Skagaströnd á morgun og hinn. „Ég bíð bara alla hjartanlega velkomna að koma hingað á Skagaströnd og sjá allt, sem listamenn eru búnir að setja upp, þetta er ótrúlega flott og spennandi, allavega það sem ég hef séð“. Listaljósahátíðin er aðeins möguleg með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vindhæli, Kaupfélagi Skagfirðinga, Samkaupum og ómetanlegri aðstoð frá Sveitarfélaginu Skagaströnd.Aðsend Skagaströnd Menning Ljósmyndun Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Á Skagaströnd búa tæplega 500 manns. Það er mikill kraftur í Nes Listamiðstöð á staðnum og þeim, sem stjórna miðstöðinni því þeir hafa nú undirbúið ljósahátíðina, sem mikil spenna er fyrir. Janúar er jú mjög dimmur mánuður og því er vel við hæfa að lýsa hann upp í tvo daga frá 18:00 til 21:30 eins og listamennirnir hjá Nes Listamiðstöð munu gera. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn í ár og er vonandi komin til að vera.Aðsend Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir er stjórnarformaður miðstöðvarinnar og fer fyrir ljósahátíðinni á Skagaströnd. „Það eru í rauninni alls konar verkefni í gangi, á tjaldsvæðinu er til dæmis einn að vinna með risastórt tungl. Svo erum við að varpa ljósum á húsveggi og á steina, og svo er einn listamaður að búa til eldfjöll úr snjó. Þetta er ótrúlega upplífgandi fyrir bæinn, sérstaklega svona í mesta skammdeginu,“ segir Guðbjörg Eva. En hvernig geta íbúar og gestir notið hátíðarinnar? „Það er bara að fara í göngutúr og rölta um til að sjá öll listaverkin eða bara að kíkja á rúntinn, bara allt eins og fólki finnst best." Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir hátíðna.Einkasafn Þetta er svolítið sniðugt í Covid að gera þetta svona? „Já, við ákváðum að blása þetta ekki af þrátt fyrir allar takmarkanir af því að fólk getur haldið sig svolítið út af fyrir sig. Þó bærinn sé lítill þá eru fjölmargir staðir, sem við erum með verk á, þannig að það ætti ekki að vera neitt vandamál,“ segir Guðbjörg Eva. Guðbjörg Eva segist finna fyrir mikilli tilhlökkun fyrir ljóslistahátíðinni á Skagaströnd á morgun og hinn. „Ég bíð bara alla hjartanlega velkomna að koma hingað á Skagaströnd og sjá allt, sem listamenn eru búnir að setja upp, þetta er ótrúlega flott og spennandi, allavega það sem ég hef séð“. Listaljósahátíðin er aðeins möguleg með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vindhæli, Kaupfélagi Skagfirðinga, Samkaupum og ómetanlegri aðstoð frá Sveitarfélaginu Skagaströnd.Aðsend
Skagaströnd Menning Ljósmyndun Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira