Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2022 10:36 Ragnheiður segist telja að það sé erfiðara að reyna að svindla sér í gegn núna, þegar bólusetningarnar fara fram í minna rými. Vísir/Vilhelm Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, en það gerist reglulega að orðrómur fer á kreik á samfélagsmiðlum og víðar um fólk sem reynir að svindla sér í gegnum bólusetningu, án þess að fá bóluefnið. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að fá bólusetninguna skrásetta, sem er meðal annars forsenda þess að fólk geti ferðast erlendis og komist inn á ýmsa fjölfarna staði. Fréttastofa ræddi við Ragnheiði í nóvember en þá hafði verið farið yfir verkferla til að reyna að tryggja að fólk kæmist ekki í gegn án þess að vera sprautað. „Þetta á ekki að geta gerst en ef brotaviljinn er einbeittur þá er það hægt,“ sagði Ragnheiður þá og endurtekur nú. Fylgst er með óvenjulegum ferðum fólks um svæðið þar sem bólusetningarnar fara fram og reynt að tryggja að enginn fari út án þess að hafa þegið bólusetningu. Í nokkrum tilvikum hefur, líkt og fyrr segir, þurft að hlaupa einstaklinga uppi sem hafa stungið af. Ragnheiður segir að fólk sé að sjálfsögðu ekki neytt til að gangast undir bólusetningu en það sé krafið um persónuupplýsingar svo hægt sé að bakfæra skráninguna. Um 50.000 á höfuðborgarsvæðinu eiga örvun eftir „Nú erum við bara að halda áfram á fullu með örvunarskammtana,“ segir Ragnheiður spurð að því hvað standi fyrir dyrum í dag og í næstu viku. „Svo erum við að taka saman hvað er eftir hjá okkur og okkur sýnist að það séu svona 8.000 manns sem hafa bara fengið einn skammt af Janssen. Þetta er hópur sem okkur langar mikið að fá til okkar,“ segir hún. Ragnheiður segir að líklega sé þó ólíklegt að allur hópurinn muni skila sér í bólusetningu, þar sem í honum séu margir sem eru ekki með íslenska kennitölu og mögulega farnir úr landi. Nú séu flestir þeir sem þáðu viðbótarskammt við Janssen í ágúst hins vegar komnir á tíma með að fá örvunarskammt og þeir séu velkomnir í dag og í næstu viku. Heilsugæslunni reiknast til að um 50.000 manns á höfuðborgarsvæðinu eigi enn eftir að fá örvunarskammt. Allir þeir sem telja sig vera komnir á tíma, það er að segja fengu seinni skammtinn fyrir að minnsta kosti fjórum mánuðum, geta mætt í Laugardalshöll og dugir að framvísa kennitölu eða gömlu strikamerki. Bólusetningar barna hefjast á ný í lok mánaðarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, en það gerist reglulega að orðrómur fer á kreik á samfélagsmiðlum og víðar um fólk sem reynir að svindla sér í gegnum bólusetningu, án þess að fá bóluefnið. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að fá bólusetninguna skrásetta, sem er meðal annars forsenda þess að fólk geti ferðast erlendis og komist inn á ýmsa fjölfarna staði. Fréttastofa ræddi við Ragnheiði í nóvember en þá hafði verið farið yfir verkferla til að reyna að tryggja að fólk kæmist ekki í gegn án þess að vera sprautað. „Þetta á ekki að geta gerst en ef brotaviljinn er einbeittur þá er það hægt,“ sagði Ragnheiður þá og endurtekur nú. Fylgst er með óvenjulegum ferðum fólks um svæðið þar sem bólusetningarnar fara fram og reynt að tryggja að enginn fari út án þess að hafa þegið bólusetningu. Í nokkrum tilvikum hefur, líkt og fyrr segir, þurft að hlaupa einstaklinga uppi sem hafa stungið af. Ragnheiður segir að fólk sé að sjálfsögðu ekki neytt til að gangast undir bólusetningu en það sé krafið um persónuupplýsingar svo hægt sé að bakfæra skráninguna. Um 50.000 á höfuðborgarsvæðinu eiga örvun eftir „Nú erum við bara að halda áfram á fullu með örvunarskammtana,“ segir Ragnheiður spurð að því hvað standi fyrir dyrum í dag og í næstu viku. „Svo erum við að taka saman hvað er eftir hjá okkur og okkur sýnist að það séu svona 8.000 manns sem hafa bara fengið einn skammt af Janssen. Þetta er hópur sem okkur langar mikið að fá til okkar,“ segir hún. Ragnheiður segir að líklega sé þó ólíklegt að allur hópurinn muni skila sér í bólusetningu, þar sem í honum séu margir sem eru ekki með íslenska kennitölu og mögulega farnir úr landi. Nú séu flestir þeir sem þáðu viðbótarskammt við Janssen í ágúst hins vegar komnir á tíma með að fá örvunarskammt og þeir séu velkomnir í dag og í næstu viku. Heilsugæslunni reiknast til að um 50.000 manns á höfuðborgarsvæðinu eigi enn eftir að fá örvunarskammt. Allir þeir sem telja sig vera komnir á tíma, það er að segja fengu seinni skammtinn fyrir að minnsta kosti fjórum mánuðum, geta mætt í Laugardalshöll og dugir að framvísa kennitölu eða gömlu strikamerki. Bólusetningar barna hefjast á ný í lok mánaðarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira