Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir klukkan 18.30.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir klukkan 18.30. Vísir

Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna og missa af stórleiknum gegn Dönum segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. Sex liðsmenn hafa nú greinst smitaðir.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og við verðum í beinni frá Búdapest í Sportpakkanum.

Kona sem kærði tvo bændur fyrir ítrekaðar nauðganir þegar hún var táningur segir skelfilegt að sjá hversu illa lögreglan rannsakaði málið á sínum tíma. Ríkissaksóknari vísaði málinu frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði málið fyrnt. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum og Íslandi í dag.

Einnig verður farið yfir kostnað við sýnatökur og við verðum í beinni með framkvæmdastjóra heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um fyrirkomulagið. Þá verðum við einnig í beinni frá Alþingi þar sem Píratar hafa enn og aftur lagt fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta.

Við lítum einnig á rándýra og umtalaða hönnunarstólinn úr Góða hirðinum sem var í dag gefinn til góðgerðarmála eftir yfirhalningu - og skoðum afar sérstaka pítsu með sviðakjamma sem verður í boði í Hveragerði á bóndadaginn.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.  Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×