Fótbolti

Egypta­land og Nígería á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Nígeríu fagna öðru marka sinna í kvöld.
Leikmenn Nígeríu fagna öðru marka sinna í kvöld. Twitter/@CAF_Online

Egyptaland og Nígería eru komin upp úr riðlakeppni Afríkukeppninnar í knattspyrnu eftir sigra í kvöld.

Nígería vann 2-0 sigur Gínea-Bissá eftir að staðan var markalaus í hálfleik. Umar Sadiq skoraði fyrra mark leiksins á 56. mínútu og William Troost-Ekong tryggði sigurinn með marki á 75. mínútu.

Egyptaland vann 1-0 sigur á Súdan þökk sé marki Mohamed Abdelmonem á 35. mínútu leiksins.

Lokastaðan í D-riðli því þannig að Nígería vinnur riðilinn með fullt hús stiga. Þar á eftir kemur Egyptaland með sex stig á meðan Súdan og Gínea-Bissá enda með eitt stig hvort. 

Þar með er ljóst að Nígería og Egyptaland eru komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.