Líf telur oddvitaframboð Elínar Oddnýjar ekki beinast gegn sér Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2022 13:27 Reykvíkingar skauta að kjörborðinu í borgarstjórnarkosningum hinn 14. maí næst komandi. VísirVilhelm Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna sem sækist eftir að taka við forystusætinu af Líf Magneudóttur í borgarstjórn vill leggja aukna áherslu á velferðarmálin og stöðu jaðarsettra hópa í borginni. Líf lítur ekki á framboð Elínar Oddnýjar sem sérstakt mótframboð gegn henni. Vinstri græn í Reykjavík ákváðu í vikunni að forval fari fram um þrjú efstu sæti hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 14. maí næst komandi. Í gær tilkynnti Líf Magneudóttir að hún sæktist áfram eftir því að leiða Vinstri græn í borginni. Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti síðan í morgun að hún stefndi einnig á fyrsta sæti listans. Felur það í sér vantraust á núverandi oddvita? Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfylltrúi stefnir á oddvitasæti VG í borgarstjórn. Flokkurinn hefur einn kjörinn fulltrúa í dag.aðsend „Nei, allas ekki. Við höfum átt gott samstarf á þessu kjörtímabili. Vinstri græn eru yfirleitt samhent og öflug hreyfing sem er sammála um flest. Kannski ekki alveg allt en mér fannst vera kominn tími til að bjóða fram mína krafta í þágu borgarbúa,“ segir Elín Oddný. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum innan Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs undanfarin sautján ár. Líf hefur sömuleiðis starfað innan hreyfingarinnar í rúman áratug og verið oddviti flokksins í Reykjavík á yfirstandandi kjörtímabili. Hún telur framboð Elínar Oddnýjar ekki beinast gegn henni sérstaklega. Líf Magneudóttir hefur skipað oddvitasæti VG í borgarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Og mér finnst það fagnaðarefni að fólk brenni fyrir verkefnunum í borginni. Af því að þau eru gríðarlega mörg og fylgi hjartanu. Þannig að ég fagna bara öllum framboðum,“ segir Líf. Elín Oddný segist mest hafa sinnt velferðar- húsnæðis- og skólamálum á kjörtímabilinu sem er að líða og finnst að vinstra fólk eigi að setja þau mál á oddinn fyrir komandi kosningar. Þau mál séu vissulega komin vel á veg í núverandi meirihlutasamstarfi. „En það eru ennþá biðlistar eftir húsnæði og fólk sem býr við fátækt. Börn sem búa á heimilum þar sem er skortur. Sveitarfélag eins og Reykjavík á að leggja allt sitt að mörkum til að útrýma slíku,“ segir Elín Oddný. Líf segist hafa farið fyrir loftslagsmálum í borginni. Þau skipti miklu máli og hafi áhrif á allt samfélagið og umhverfið, skipulagsmálin og hvernig byggt væri upp í borginni. „Undir minni forystu var gerð mjög stórtæk og yfirgripsmikil áætlun í loftslagsmálum. Ég ætla að halda áfram að beita mér fyrir því og umhverfismálum í víðu samhengi." Hvað með velferðarmálin? „ Þau eru gríðarlega mikilvæg. Ég vil sjá meira gert í málefnum fatlaðs fólks og NPA. Þannig að þar þarf líka heldur betur að taka til hendinni," segirLíf Magneudóttir. Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Elín Oddný skorar Líf á hólm Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga. 19. janúar 2022 08:01 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Vinstri græn í Reykjavík ákváðu í vikunni að forval fari fram um þrjú efstu sæti hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 14. maí næst komandi. Í gær tilkynnti Líf Magneudóttir að hún sæktist áfram eftir því að leiða Vinstri græn í borginni. Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti síðan í morgun að hún stefndi einnig á fyrsta sæti listans. Felur það í sér vantraust á núverandi oddvita? Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfylltrúi stefnir á oddvitasæti VG í borgarstjórn. Flokkurinn hefur einn kjörinn fulltrúa í dag.aðsend „Nei, allas ekki. Við höfum átt gott samstarf á þessu kjörtímabili. Vinstri græn eru yfirleitt samhent og öflug hreyfing sem er sammála um flest. Kannski ekki alveg allt en mér fannst vera kominn tími til að bjóða fram mína krafta í þágu borgarbúa,“ segir Elín Oddný. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum innan Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs undanfarin sautján ár. Líf hefur sömuleiðis starfað innan hreyfingarinnar í rúman áratug og verið oddviti flokksins í Reykjavík á yfirstandandi kjörtímabili. Hún telur framboð Elínar Oddnýjar ekki beinast gegn henni sérstaklega. Líf Magneudóttir hefur skipað oddvitasæti VG í borgarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Og mér finnst það fagnaðarefni að fólk brenni fyrir verkefnunum í borginni. Af því að þau eru gríðarlega mörg og fylgi hjartanu. Þannig að ég fagna bara öllum framboðum,“ segir Líf. Elín Oddný segist mest hafa sinnt velferðar- húsnæðis- og skólamálum á kjörtímabilinu sem er að líða og finnst að vinstra fólk eigi að setja þau mál á oddinn fyrir komandi kosningar. Þau mál séu vissulega komin vel á veg í núverandi meirihlutasamstarfi. „En það eru ennþá biðlistar eftir húsnæði og fólk sem býr við fátækt. Börn sem búa á heimilum þar sem er skortur. Sveitarfélag eins og Reykjavík á að leggja allt sitt að mörkum til að útrýma slíku,“ segir Elín Oddný. Líf segist hafa farið fyrir loftslagsmálum í borginni. Þau skipti miklu máli og hafi áhrif á allt samfélagið og umhverfið, skipulagsmálin og hvernig byggt væri upp í borginni. „Undir minni forystu var gerð mjög stórtæk og yfirgripsmikil áætlun í loftslagsmálum. Ég ætla að halda áfram að beita mér fyrir því og umhverfismálum í víðu samhengi." Hvað með velferðarmálin? „ Þau eru gríðarlega mikilvæg. Ég vil sjá meira gert í málefnum fatlaðs fólks og NPA. Þannig að þar þarf líka heldur betur að taka til hendinni," segirLíf Magneudóttir.
Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Elín Oddný skorar Líf á hólm Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga. 19. janúar 2022 08:01 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Elín Oddný skorar Líf á hólm Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga. 19. janúar 2022 08:01
Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11