Nils Arne Eggen látinn: „Mesta goðsögn í sögu Rosenborg“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2022 11:01 Nils Arne Eggen vann fjölda titla með Rosenborg og náði eftirtektarverðum árangri með liðið í Meistaradeild Evrópu. getty/Graham Chadwick Nils Arne Eggen, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Rosenborg, er látinn. Hann var áttræður. Rosenborg greinir frá þessu á heimasíðu sinni. Þar er hann sagður mesta goðsögn í sögu félagsins. Det var med sorg Rosenborg i dag mottok budskapet om at klubbens aller største legende er død.Nils Arne sovnet natt til onsdag stille inn med sin nærmeste familie ved sin side.— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) January 19, 2022 Eggen lék með Rosenborg á árunum 1966-69 og varð tvívegis Noregsmeistari með liðinu. Hann gerði Rosenborg að tvöföldum meisturum 1971, þjálfaði norska landsliðið og var nálægt því að koma því á HM 1978 og gerði Moss að norskum meisturum 1987. Það er eini meistaratitilinn í sögu félagsins. Eggen tók svo aftur við Rosenborg 1988 og stýrði liðinu til 2002 ef frá er talið tímabilið 1998. Þessi tími er mesta blómaskeið í sögu Rosenborg. Á því vann liðið norska meistaratitilinn þrettán sinnum og komst átta ár í röð í Meistaradeild Evrópu. Rosenborg komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilið 1996-97. Rosenborg tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að vinna AC Milan, 1-2, á San Siro í lokaumferð riðlakeppninnar. Á þessu gullaldarskeiði vann Rosenborg einnig frækna sigra á Real Madrid og Borussia Dortmund. Eggen tók í síðasta sinn við Rosenborg 2010, af Erik Hamrén, og gerði liðið að Noregsmeisturum. Alls vann Eggen norsku deildina fjórtán sinnum sem þjálfari Rosenborg og bikarkeppnina sex sinnum. Síðustu árin voru erfið fyrir Eggen. Hann fór í nýrnaígræðslu 2015, hægri fóturinn var tekinn af honum 2018 og sá vinstri ári seinna. Árið 2011 létust bæði eiginkona hans og sonur. Norski boltinn Noregur Andlát Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira
Rosenborg greinir frá þessu á heimasíðu sinni. Þar er hann sagður mesta goðsögn í sögu félagsins. Det var med sorg Rosenborg i dag mottok budskapet om at klubbens aller største legende er død.Nils Arne sovnet natt til onsdag stille inn med sin nærmeste familie ved sin side.— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) January 19, 2022 Eggen lék með Rosenborg á árunum 1966-69 og varð tvívegis Noregsmeistari með liðinu. Hann gerði Rosenborg að tvöföldum meisturum 1971, þjálfaði norska landsliðið og var nálægt því að koma því á HM 1978 og gerði Moss að norskum meisturum 1987. Það er eini meistaratitilinn í sögu félagsins. Eggen tók svo aftur við Rosenborg 1988 og stýrði liðinu til 2002 ef frá er talið tímabilið 1998. Þessi tími er mesta blómaskeið í sögu Rosenborg. Á því vann liðið norska meistaratitilinn þrettán sinnum og komst átta ár í röð í Meistaradeild Evrópu. Rosenborg komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilið 1996-97. Rosenborg tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að vinna AC Milan, 1-2, á San Siro í lokaumferð riðlakeppninnar. Á þessu gullaldarskeiði vann Rosenborg einnig frækna sigra á Real Madrid og Borussia Dortmund. Eggen tók í síðasta sinn við Rosenborg 2010, af Erik Hamrén, og gerði liðið að Noregsmeisturum. Alls vann Eggen norsku deildina fjórtán sinnum sem þjálfari Rosenborg og bikarkeppnina sex sinnum. Síðustu árin voru erfið fyrir Eggen. Hann fór í nýrnaígræðslu 2015, hægri fóturinn var tekinn af honum 2018 og sá vinstri ári seinna. Árið 2011 létust bæði eiginkona hans og sonur.
Norski boltinn Noregur Andlát Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira