Nils Arne Eggen látinn: „Mesta goðsögn í sögu Rosenborg“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2022 11:01 Nils Arne Eggen vann fjölda titla með Rosenborg og náði eftirtektarverðum árangri með liðið í Meistaradeild Evrópu. getty/Graham Chadwick Nils Arne Eggen, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Rosenborg, er látinn. Hann var áttræður. Rosenborg greinir frá þessu á heimasíðu sinni. Þar er hann sagður mesta goðsögn í sögu félagsins. Det var med sorg Rosenborg i dag mottok budskapet om at klubbens aller største legende er død.Nils Arne sovnet natt til onsdag stille inn med sin nærmeste familie ved sin side.— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) January 19, 2022 Eggen lék með Rosenborg á árunum 1966-69 og varð tvívegis Noregsmeistari með liðinu. Hann gerði Rosenborg að tvöföldum meisturum 1971, þjálfaði norska landsliðið og var nálægt því að koma því á HM 1978 og gerði Moss að norskum meisturum 1987. Það er eini meistaratitilinn í sögu félagsins. Eggen tók svo aftur við Rosenborg 1988 og stýrði liðinu til 2002 ef frá er talið tímabilið 1998. Þessi tími er mesta blómaskeið í sögu Rosenborg. Á því vann liðið norska meistaratitilinn þrettán sinnum og komst átta ár í röð í Meistaradeild Evrópu. Rosenborg komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilið 1996-97. Rosenborg tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að vinna AC Milan, 1-2, á San Siro í lokaumferð riðlakeppninnar. Á þessu gullaldarskeiði vann Rosenborg einnig frækna sigra á Real Madrid og Borussia Dortmund. Eggen tók í síðasta sinn við Rosenborg 2010, af Erik Hamrén, og gerði liðið að Noregsmeisturum. Alls vann Eggen norsku deildina fjórtán sinnum sem þjálfari Rosenborg og bikarkeppnina sex sinnum. Síðustu árin voru erfið fyrir Eggen. Hann fór í nýrnaígræðslu 2015, hægri fóturinn var tekinn af honum 2018 og sá vinstri ári seinna. Árið 2011 létust bæði eiginkona hans og sonur. Norski boltinn Noregur Andlát Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Rosenborg greinir frá þessu á heimasíðu sinni. Þar er hann sagður mesta goðsögn í sögu félagsins. Det var med sorg Rosenborg i dag mottok budskapet om at klubbens aller største legende er død.Nils Arne sovnet natt til onsdag stille inn med sin nærmeste familie ved sin side.— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) January 19, 2022 Eggen lék með Rosenborg á árunum 1966-69 og varð tvívegis Noregsmeistari með liðinu. Hann gerði Rosenborg að tvöföldum meisturum 1971, þjálfaði norska landsliðið og var nálægt því að koma því á HM 1978 og gerði Moss að norskum meisturum 1987. Það er eini meistaratitilinn í sögu félagsins. Eggen tók svo aftur við Rosenborg 1988 og stýrði liðinu til 2002 ef frá er talið tímabilið 1998. Þessi tími er mesta blómaskeið í sögu Rosenborg. Á því vann liðið norska meistaratitilinn þrettán sinnum og komst átta ár í röð í Meistaradeild Evrópu. Rosenborg komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilið 1996-97. Rosenborg tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að vinna AC Milan, 1-2, á San Siro í lokaumferð riðlakeppninnar. Á þessu gullaldarskeiði vann Rosenborg einnig frækna sigra á Real Madrid og Borussia Dortmund. Eggen tók í síðasta sinn við Rosenborg 2010, af Erik Hamrén, og gerði liðið að Noregsmeisturum. Alls vann Eggen norsku deildina fjórtán sinnum sem þjálfari Rosenborg og bikarkeppnina sex sinnum. Síðustu árin voru erfið fyrir Eggen. Hann fór í nýrnaígræðslu 2015, hægri fóturinn var tekinn af honum 2018 og sá vinstri ári seinna. Árið 2011 létust bæði eiginkona hans og sonur.
Norski boltinn Noregur Andlát Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira