Innlent

Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fanginn hefur nú verið fluttur í annað fangelsi.
Fanginn hefur nú verið fluttur í annað fangelsi. Vísir/Vilhelm

Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en þar segir að mennirnir hafi verið fluttir á sjúkrahús með hraði og að á meðal áverka þeirra séu beinbrot og talsverðir höfuðáverkar. 

Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir að verðirnir hafi orðið fyrir árásinni og segir hann að annað starfsfólk hafi brugðist við með yfirvegun og sýnt hárrétt viðbrögð við ástandinu. 

Lögreglu var einnig strax tilkynnt um málið og mætti hún á svæðið til að rannsaka vettvang. 

Mennirnir hafa nú báðir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og vonast Páll til þess að þeir nái fullri heilsu á ný. Páll segir að aðdragandi atviksins hafi verið mjög skammur og komið starfsliði í opna skjöldu. 

Fanginn hefur nú verið fluttur af Hólmsheiði og í annað fangelsi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×