Vatnaskil orðið í faraldrinum og því tímabært að endurskoða viðbrögð og takmarkanir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2022 18:47 Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítalans og yfirmaður covid-göngudeildar, segir að vatnaskil hafi orðið í faraldrinum. Landspítalinn telur tímabært að fara að endurskoða viðbragð sitt í heimsfaraldrinum með tilliti til vægari veikinda. Vatnaskil hafi orðið og því komi til greina að fækka fjölda starfsmanna á hvern covid-sjúkling. Þá sé ástæða til að íhuga að létta á sóttvarnaaðgerðum. „Það má segja að um miðjan desember hafi orðið ákveðin vatnaskil,“ segir Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsvips Landspítala og yfirmaður covid-göngudeildar. Hann vísar þar í að veikindi af völdum ómikron afbrigðisins séu vægari en af öðrum afbrigðum og innlagnartíðni lægri. „Ef við tökum alla sem hafa greinst eftir miðjan desember þá er innlagnatíðinin um 0,5 prósent en ef við tökum alla sem hafa greinst í lok desember að þá er innlagnatíðnin komin í 0,25 prósent. Ég held að innlagnir síðustu daga séu í takti við þetta og horfi til betri vegar,“ segir hann og bætir við að þar sé góðri bólusetningastöðu að þakka. Mun lægri innlagnatíðni „Bólusetningastaðan er framúrskarandi góð hjá okkur og helstu áhættuhópar búnir að fá örvunarskammt. Til marks um það, ef við lítum á þá sem eru 75 ára, þá er innlagnatíðni þeirra þann 1. september um 17 til 18 prósent en í byrjun janúar er hún komin niður í 4 til 5 prósent. Það eru margar vísbendingar um að þetta sé að þróast til mun betri vegar og vekur ákveðna bjartsýni.“ Þar af leiðandi sé tímabært að endurskoða nálgunina. „Það hafa orðið vatnaskil og ég held að það sé tímabært að fara að endurskoða okkar viðbragð innan spítalans og ég efast ekki um að sóttvarnalæknir sé að ígrunda það líka í samfélaginu. En það þarf að taka mjög vel ígrundaðar ákvarðanir, við megum ekki missa úr höndunum þann góða árangur sem hefur náðst.“ Til dæmis komi til greina að fækka fjölda starfsmanna á hvern covidsjúkling. „Það er eitt af því sem þarf að skoða. Þetta hefur verið mjög umfangsmikið verkefni og mannaflakrefjandi en það er alveg eins líklegt að við getum breytt því,“ segir Runólfur. Sömuleiðis sé til skoðunar að bregðast almennt öðruvísi við smituðum einstaklingum á Landspítala. Mögulega verði hægt að fara að lifa með veirunni „Framan af voru einstaklingar að labba inn með sýkingu, veikir og gjarnan með lungnabólgu, sem eru hættuleg veikindi. Núna erum við meira að greina smit hjá einstaklingum sem eru inni af öðrum ástæðum,“ segir Runólfur. Forða þurfi sjúklingum á Landspítala frá smiti en að vega þurfi og meta hvers eðlis þjónustan og einangrunin verði. Þá séum við mögulega að komast á þann stað að geta lifað með veirunni. „Ég held að við séum hægt og bítandi að komast þangað. Ef takmörkunum yrði aflétt og smituðum myndi fjölga mjög mikið – í staðinn fyrir að vera þúsund á dag í tvö til þrjú þúsund á dag – að þá þurfum við að vita með vissu hvernig við ráðum við það. Það skiptir máli hvaða hópur er að smitast. En eitt af því sem er mjög jákvætt er að þorri þeirra sem er að smitast eru börn og ungt fólk sem þolir sýkinguna vel. Ómikron afbrigðið er algjörlega ráðandi og hefur minni veikindi í för með sér þannig að við erum hægt og bítandi að nálgast það.“ Aðspurður segir Runólfur tilefni til að íhuga afléttingar. „Við þurfum að skoða það mjög alvarlega,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Það má segja að um miðjan desember hafi orðið ákveðin vatnaskil,“ segir Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsvips Landspítala og yfirmaður covid-göngudeildar. Hann vísar þar í að veikindi af völdum ómikron afbrigðisins séu vægari en af öðrum afbrigðum og innlagnartíðni lægri. „Ef við tökum alla sem hafa greinst eftir miðjan desember þá er innlagnatíðinin um 0,5 prósent en ef við tökum alla sem hafa greinst í lok desember að þá er innlagnatíðnin komin í 0,25 prósent. Ég held að innlagnir síðustu daga séu í takti við þetta og horfi til betri vegar,“ segir hann og bætir við að þar sé góðri bólusetningastöðu að þakka. Mun lægri innlagnatíðni „Bólusetningastaðan er framúrskarandi góð hjá okkur og helstu áhættuhópar búnir að fá örvunarskammt. Til marks um það, ef við lítum á þá sem eru 75 ára, þá er innlagnatíðni þeirra þann 1. september um 17 til 18 prósent en í byrjun janúar er hún komin niður í 4 til 5 prósent. Það eru margar vísbendingar um að þetta sé að þróast til mun betri vegar og vekur ákveðna bjartsýni.“ Þar af leiðandi sé tímabært að endurskoða nálgunina. „Það hafa orðið vatnaskil og ég held að það sé tímabært að fara að endurskoða okkar viðbragð innan spítalans og ég efast ekki um að sóttvarnalæknir sé að ígrunda það líka í samfélaginu. En það þarf að taka mjög vel ígrundaðar ákvarðanir, við megum ekki missa úr höndunum þann góða árangur sem hefur náðst.“ Til dæmis komi til greina að fækka fjölda starfsmanna á hvern covidsjúkling. „Það er eitt af því sem þarf að skoða. Þetta hefur verið mjög umfangsmikið verkefni og mannaflakrefjandi en það er alveg eins líklegt að við getum breytt því,“ segir Runólfur. Sömuleiðis sé til skoðunar að bregðast almennt öðruvísi við smituðum einstaklingum á Landspítala. Mögulega verði hægt að fara að lifa með veirunni „Framan af voru einstaklingar að labba inn með sýkingu, veikir og gjarnan með lungnabólgu, sem eru hættuleg veikindi. Núna erum við meira að greina smit hjá einstaklingum sem eru inni af öðrum ástæðum,“ segir Runólfur. Forða þurfi sjúklingum á Landspítala frá smiti en að vega þurfi og meta hvers eðlis þjónustan og einangrunin verði. Þá séum við mögulega að komast á þann stað að geta lifað með veirunni. „Ég held að við séum hægt og bítandi að komast þangað. Ef takmörkunum yrði aflétt og smituðum myndi fjölga mjög mikið – í staðinn fyrir að vera þúsund á dag í tvö til þrjú þúsund á dag – að þá þurfum við að vita með vissu hvernig við ráðum við það. Það skiptir máli hvaða hópur er að smitast. En eitt af því sem er mjög jákvætt er að þorri þeirra sem er að smitast eru börn og ungt fólk sem þolir sýkinguna vel. Ómikron afbrigðið er algjörlega ráðandi og hefur minni veikindi í för með sér þannig að við erum hægt og bítandi að nálgast það.“ Aðspurður segir Runólfur tilefni til að íhuga afléttingar. „Við þurfum að skoða það mjög alvarlega,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira