Börn upp undir helmingur smitaðra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2022 11:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Börn sextán ára og yngri voru upp undir helmingur þeirra sem greindust með kórónuveiruna í gær, en aðeins einu sinni frá upphafi faraldursins hafa fleiri greinst smitaðir. Sóttvarnalæknir segir að nýtt spálíkan um fjölda innlagna á Landspítala sé öllu svartsýnna en það fyrra, þó ekki megi lesa of mikið í líkindaspár. 1.383 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 66 á landamærunum. 39 eru á sjúkrahúsi með Covid19 en voru 46 í gær. Þrír eru á gjörgæslu en voru sjö í gær. Þá eru ríflega 22 þúsund manns í einangrun eða sóttkví. „Þetta eru næsthæstu smittölur sem við höfum séð til þessa. Þannig að þetta eru kannski ekkert óvænt miðað við tölur helgarinnar en þetta er svona kannski á svipuðu róli,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að það sé stöðugt í skoðun hvernig hægt sé að gera heimsfaraldurinn eins lítið íþyngjandi fyrir börn eins og hægt er, að öðru leyti sé ekki brugðist sérstaklega við þessum mikla fjölda barna sem séu að smitast. „Við erum ekkert að bregðast öðruvísi við en að gera rakningu í skólum með skólastjórnendum, við setjum börn í einangrun eins og áður og sóttkví, en þær reglur eru líka orðnar mjög umfangsmiklar. Það eru margir sem falla undir þetta og við erum alltaf með það í skoðun hvort við getum ekki endurskoðað þessar reglur á þann hátt að við séum ekki að taka óþarfa áhættu. Það er sífellt til skoðunar,” segir Þórólfur og bendir í því samhengi á breytingar sem gerðar voru á sýnatökum barna í gær, en framvegis verða einungis tekin munnsýni úr börnum undir átta ára aldri. Landspítalinn hyggst kynna nýtt spálíkan um hugsanlegan fjölda innlagna í dag. Þórólfur segir að forsendurnar séu svipaðar og í því fyrra, en samkvæmt því var innlagnafjöldi í samræmi við bjartsýnustu spár. Hann segir spálíkanið þó öllu svartsýnna núna. „Með þessu spálíkani erum við fyrir ofan línuna, eða svona líklegustu spá, þannig að maður þarf alltaf að túlka þessi spálíkön varlega því þau eru ekki raunveruleikinn. Spáin gefur okkur aðeins innsýn í hvað gæti verið í vændum, en við erum samkvæmt nýja spálíkaninu yfir meðaltalinu,” segir hann. „Það er heldur verra en hitt en ég held að það megi ekki túlka það þannig að útlitið sé eitthvað svart í sjálfu sér. Við þurfum bara að horfa á rauntölurnar og hvernig þær eru og túlka spálíkanið út frá því.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
1.383 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 66 á landamærunum. 39 eru á sjúkrahúsi með Covid19 en voru 46 í gær. Þrír eru á gjörgæslu en voru sjö í gær. Þá eru ríflega 22 þúsund manns í einangrun eða sóttkví. „Þetta eru næsthæstu smittölur sem við höfum séð til þessa. Þannig að þetta eru kannski ekkert óvænt miðað við tölur helgarinnar en þetta er svona kannski á svipuðu róli,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að það sé stöðugt í skoðun hvernig hægt sé að gera heimsfaraldurinn eins lítið íþyngjandi fyrir börn eins og hægt er, að öðru leyti sé ekki brugðist sérstaklega við þessum mikla fjölda barna sem séu að smitast. „Við erum ekkert að bregðast öðruvísi við en að gera rakningu í skólum með skólastjórnendum, við setjum börn í einangrun eins og áður og sóttkví, en þær reglur eru líka orðnar mjög umfangsmiklar. Það eru margir sem falla undir þetta og við erum alltaf með það í skoðun hvort við getum ekki endurskoðað þessar reglur á þann hátt að við séum ekki að taka óþarfa áhættu. Það er sífellt til skoðunar,” segir Þórólfur og bendir í því samhengi á breytingar sem gerðar voru á sýnatökum barna í gær, en framvegis verða einungis tekin munnsýni úr börnum undir átta ára aldri. Landspítalinn hyggst kynna nýtt spálíkan um hugsanlegan fjölda innlagna í dag. Þórólfur segir að forsendurnar séu svipaðar og í því fyrra, en samkvæmt því var innlagnafjöldi í samræmi við bjartsýnustu spár. Hann segir spálíkanið þó öllu svartsýnna núna. „Með þessu spálíkani erum við fyrir ofan línuna, eða svona líklegustu spá, þannig að maður þarf alltaf að túlka þessi spálíkön varlega því þau eru ekki raunveruleikinn. Spáin gefur okkur aðeins innsýn í hvað gæti verið í vændum, en við erum samkvæmt nýja spálíkaninu yfir meðaltalinu,” segir hann. „Það er heldur verra en hitt en ég held að það megi ekki túlka það þannig að útlitið sé eitthvað svart í sjálfu sér. Við þurfum bara að horfa á rauntölurnar og hvernig þær eru og túlka spálíkanið út frá því.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira