Best í heimi en ekki í liði ársins Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2022 16:31 Alexia Putellas fylgist með af skjá þegar Gianni Infantino, forseti FIFA, tilkynnir að hún hafi verið valin sú besta á síðasta ári. EPA-EFE/Harold Cunningham Besta knattspyrnukona ársins 2021 að mati FIFA er ekki í úrvalsliði ársins að mati FIFA, eins einkennilega og það kann að hljóma. Alexia Putellas, fyrirliði Evrópumeistara Barcelona, var kjörin besta knattspyrnukonan og hlaut 48 stig. Sam Kerr úr Chelsea varð í 2. sæti með 44 stig og Jennifer Hermoso úr Barcelona þriðja með 39 stig. Engu að síður var Putellas ekki valin í ellefu manna úrvalslið ársins. Raunar var engin af þeim þremur bestu í úrvalsliðinu. The Women's World XI, as voted by the players But no room for The Best winner Alexia Putellas or finalists Jenni Hermoso and Sam Kerr pic.twitter.com/FPDHLqzmgK— B/R Football (@brfootball) January 17, 2022 Sænski blaðamaðurinn Mia Eriksson, sem sérhæfir sig í umfjöllun um knattspyrnu kvenna, er ein þeirra sem benda á þessa undarlegu staðreynd. Hún stingur upp á að breytt verði um aðferðir við valið, til að gera það fagmannlegra. Því tengt harmar hún það enn að hin danska Pernille Harder skyldi ekki kjörin best í fyrra. Alexia Putellas wins FIFA Best player of the year, but she did not make it into the best team. If there's one gala with awards we might have to re-do and evaluate to make it more - professional?Gives me flashbacks from last year when a certain Dane should have won THE BEST.— Mia Eriksson (@mia_eriksson) January 17, 2022 Í kjörinu á leikmanni ársins hafa aðeins þjálfarar og fyrirliðar landsliða heimsins, og sérvalinn blaðamaður frá hverju landi, atkvæðisrétt. Fulltrúar Íslands, þau Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Þorsteinn Halldórsson og Víðir Sigurðsson, völdu öll Putellas í efsta sæti. Í valinu á liði ársins fá hins vegar allir leikmenn sem eru atvinnumenn í fótbolta að kjósa. Samkvæmt heimasíðu leikmannasamtakanna FIFPro, sem sjá um kjörið, taka vanalega um 25.000 manns þátt og kjósa leikmenn í fjórar stöður; mark, vörn, miðju og sókn. Og það er ekki svo að það bitni á leikmönnum ef þeir eru kosnir sem miðjumenn af sumum en sóknarmenn af öðrum. Tekið er tillit til þess og atkvæði lögð saman. Putellas fékk einfaldlega ekki nógu mörg atkvæði til að vera í liði ársins hjá þeim atvinnumönnum sem kusu. Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Alexia Putellas, fyrirliði Evrópumeistara Barcelona, var kjörin besta knattspyrnukonan og hlaut 48 stig. Sam Kerr úr Chelsea varð í 2. sæti með 44 stig og Jennifer Hermoso úr Barcelona þriðja með 39 stig. Engu að síður var Putellas ekki valin í ellefu manna úrvalslið ársins. Raunar var engin af þeim þremur bestu í úrvalsliðinu. The Women's World XI, as voted by the players But no room for The Best winner Alexia Putellas or finalists Jenni Hermoso and Sam Kerr pic.twitter.com/FPDHLqzmgK— B/R Football (@brfootball) January 17, 2022 Sænski blaðamaðurinn Mia Eriksson, sem sérhæfir sig í umfjöllun um knattspyrnu kvenna, er ein þeirra sem benda á þessa undarlegu staðreynd. Hún stingur upp á að breytt verði um aðferðir við valið, til að gera það fagmannlegra. Því tengt harmar hún það enn að hin danska Pernille Harder skyldi ekki kjörin best í fyrra. Alexia Putellas wins FIFA Best player of the year, but she did not make it into the best team. If there's one gala with awards we might have to re-do and evaluate to make it more - professional?Gives me flashbacks from last year when a certain Dane should have won THE BEST.— Mia Eriksson (@mia_eriksson) January 17, 2022 Í kjörinu á leikmanni ársins hafa aðeins þjálfarar og fyrirliðar landsliða heimsins, og sérvalinn blaðamaður frá hverju landi, atkvæðisrétt. Fulltrúar Íslands, þau Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Þorsteinn Halldórsson og Víðir Sigurðsson, völdu öll Putellas í efsta sæti. Í valinu á liði ársins fá hins vegar allir leikmenn sem eru atvinnumenn í fótbolta að kjósa. Samkvæmt heimasíðu leikmannasamtakanna FIFPro, sem sjá um kjörið, taka vanalega um 25.000 manns þátt og kjósa leikmenn í fjórar stöður; mark, vörn, miðju og sókn. Og það er ekki svo að það bitni á leikmönnum ef þeir eru kosnir sem miðjumenn af sumum en sóknarmenn af öðrum. Tekið er tillit til þess og atkvæði lögð saman. Putellas fékk einfaldlega ekki nógu mörg atkvæði til að vera í liði ársins hjá þeim atvinnumönnum sem kusu.
Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira