Best í heimi en ekki í liði ársins Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2022 16:31 Alexia Putellas fylgist með af skjá þegar Gianni Infantino, forseti FIFA, tilkynnir að hún hafi verið valin sú besta á síðasta ári. EPA-EFE/Harold Cunningham Besta knattspyrnukona ársins 2021 að mati FIFA er ekki í úrvalsliði ársins að mati FIFA, eins einkennilega og það kann að hljóma. Alexia Putellas, fyrirliði Evrópumeistara Barcelona, var kjörin besta knattspyrnukonan og hlaut 48 stig. Sam Kerr úr Chelsea varð í 2. sæti með 44 stig og Jennifer Hermoso úr Barcelona þriðja með 39 stig. Engu að síður var Putellas ekki valin í ellefu manna úrvalslið ársins. Raunar var engin af þeim þremur bestu í úrvalsliðinu. The Women's World XI, as voted by the players But no room for The Best winner Alexia Putellas or finalists Jenni Hermoso and Sam Kerr pic.twitter.com/FPDHLqzmgK— B/R Football (@brfootball) January 17, 2022 Sænski blaðamaðurinn Mia Eriksson, sem sérhæfir sig í umfjöllun um knattspyrnu kvenna, er ein þeirra sem benda á þessa undarlegu staðreynd. Hún stingur upp á að breytt verði um aðferðir við valið, til að gera það fagmannlegra. Því tengt harmar hún það enn að hin danska Pernille Harder skyldi ekki kjörin best í fyrra. Alexia Putellas wins FIFA Best player of the year, but she did not make it into the best team. If there's one gala with awards we might have to re-do and evaluate to make it more - professional?Gives me flashbacks from last year when a certain Dane should have won THE BEST.— Mia Eriksson (@mia_eriksson) January 17, 2022 Í kjörinu á leikmanni ársins hafa aðeins þjálfarar og fyrirliðar landsliða heimsins, og sérvalinn blaðamaður frá hverju landi, atkvæðisrétt. Fulltrúar Íslands, þau Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Þorsteinn Halldórsson og Víðir Sigurðsson, völdu öll Putellas í efsta sæti. Í valinu á liði ársins fá hins vegar allir leikmenn sem eru atvinnumenn í fótbolta að kjósa. Samkvæmt heimasíðu leikmannasamtakanna FIFPro, sem sjá um kjörið, taka vanalega um 25.000 manns þátt og kjósa leikmenn í fjórar stöður; mark, vörn, miðju og sókn. Og það er ekki svo að það bitni á leikmönnum ef þeir eru kosnir sem miðjumenn af sumum en sóknarmenn af öðrum. Tekið er tillit til þess og atkvæði lögð saman. Putellas fékk einfaldlega ekki nógu mörg atkvæði til að vera í liði ársins hjá þeim atvinnumönnum sem kusu. Fótbolti Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Írland - Armenía | Pressa á Heimi Lettland - England | Enskir geta tryggt sig inn á HM Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Sjá meira
Alexia Putellas, fyrirliði Evrópumeistara Barcelona, var kjörin besta knattspyrnukonan og hlaut 48 stig. Sam Kerr úr Chelsea varð í 2. sæti með 44 stig og Jennifer Hermoso úr Barcelona þriðja með 39 stig. Engu að síður var Putellas ekki valin í ellefu manna úrvalslið ársins. Raunar var engin af þeim þremur bestu í úrvalsliðinu. The Women's World XI, as voted by the players But no room for The Best winner Alexia Putellas or finalists Jenni Hermoso and Sam Kerr pic.twitter.com/FPDHLqzmgK— B/R Football (@brfootball) January 17, 2022 Sænski blaðamaðurinn Mia Eriksson, sem sérhæfir sig í umfjöllun um knattspyrnu kvenna, er ein þeirra sem benda á þessa undarlegu staðreynd. Hún stingur upp á að breytt verði um aðferðir við valið, til að gera það fagmannlegra. Því tengt harmar hún það enn að hin danska Pernille Harder skyldi ekki kjörin best í fyrra. Alexia Putellas wins FIFA Best player of the year, but she did not make it into the best team. If there's one gala with awards we might have to re-do and evaluate to make it more - professional?Gives me flashbacks from last year when a certain Dane should have won THE BEST.— Mia Eriksson (@mia_eriksson) January 17, 2022 Í kjörinu á leikmanni ársins hafa aðeins þjálfarar og fyrirliðar landsliða heimsins, og sérvalinn blaðamaður frá hverju landi, atkvæðisrétt. Fulltrúar Íslands, þau Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Þorsteinn Halldórsson og Víðir Sigurðsson, völdu öll Putellas í efsta sæti. Í valinu á liði ársins fá hins vegar allir leikmenn sem eru atvinnumenn í fótbolta að kjósa. Samkvæmt heimasíðu leikmannasamtakanna FIFPro, sem sjá um kjörið, taka vanalega um 25.000 manns þátt og kjósa leikmenn í fjórar stöður; mark, vörn, miðju og sókn. Og það er ekki svo að það bitni á leikmönnum ef þeir eru kosnir sem miðjumenn af sumum en sóknarmenn af öðrum. Tekið er tillit til þess og atkvæði lögð saman. Putellas fékk einfaldlega ekki nógu mörg atkvæði til að vera í liði ársins hjá þeim atvinnumönnum sem kusu.
Fótbolti Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Írland - Armenía | Pressa á Heimi Lettland - England | Enskir geta tryggt sig inn á HM Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Sjá meira