Best í heimi en ekki í liði ársins Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2022 16:31 Alexia Putellas fylgist með af skjá þegar Gianni Infantino, forseti FIFA, tilkynnir að hún hafi verið valin sú besta á síðasta ári. EPA-EFE/Harold Cunningham Besta knattspyrnukona ársins 2021 að mati FIFA er ekki í úrvalsliði ársins að mati FIFA, eins einkennilega og það kann að hljóma. Alexia Putellas, fyrirliði Evrópumeistara Barcelona, var kjörin besta knattspyrnukonan og hlaut 48 stig. Sam Kerr úr Chelsea varð í 2. sæti með 44 stig og Jennifer Hermoso úr Barcelona þriðja með 39 stig. Engu að síður var Putellas ekki valin í ellefu manna úrvalslið ársins. Raunar var engin af þeim þremur bestu í úrvalsliðinu. The Women's World XI, as voted by the players But no room for The Best winner Alexia Putellas or finalists Jenni Hermoso and Sam Kerr pic.twitter.com/FPDHLqzmgK— B/R Football (@brfootball) January 17, 2022 Sænski blaðamaðurinn Mia Eriksson, sem sérhæfir sig í umfjöllun um knattspyrnu kvenna, er ein þeirra sem benda á þessa undarlegu staðreynd. Hún stingur upp á að breytt verði um aðferðir við valið, til að gera það fagmannlegra. Því tengt harmar hún það enn að hin danska Pernille Harder skyldi ekki kjörin best í fyrra. Alexia Putellas wins FIFA Best player of the year, but she did not make it into the best team. If there's one gala with awards we might have to re-do and evaluate to make it more - professional?Gives me flashbacks from last year when a certain Dane should have won THE BEST.— Mia Eriksson (@mia_eriksson) January 17, 2022 Í kjörinu á leikmanni ársins hafa aðeins þjálfarar og fyrirliðar landsliða heimsins, og sérvalinn blaðamaður frá hverju landi, atkvæðisrétt. Fulltrúar Íslands, þau Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Þorsteinn Halldórsson og Víðir Sigurðsson, völdu öll Putellas í efsta sæti. Í valinu á liði ársins fá hins vegar allir leikmenn sem eru atvinnumenn í fótbolta að kjósa. Samkvæmt heimasíðu leikmannasamtakanna FIFPro, sem sjá um kjörið, taka vanalega um 25.000 manns þátt og kjósa leikmenn í fjórar stöður; mark, vörn, miðju og sókn. Og það er ekki svo að það bitni á leikmönnum ef þeir eru kosnir sem miðjumenn af sumum en sóknarmenn af öðrum. Tekið er tillit til þess og atkvæði lögð saman. Putellas fékk einfaldlega ekki nógu mörg atkvæði til að vera í liði ársins hjá þeim atvinnumönnum sem kusu. Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Sjá meira
Alexia Putellas, fyrirliði Evrópumeistara Barcelona, var kjörin besta knattspyrnukonan og hlaut 48 stig. Sam Kerr úr Chelsea varð í 2. sæti með 44 stig og Jennifer Hermoso úr Barcelona þriðja með 39 stig. Engu að síður var Putellas ekki valin í ellefu manna úrvalslið ársins. Raunar var engin af þeim þremur bestu í úrvalsliðinu. The Women's World XI, as voted by the players But no room for The Best winner Alexia Putellas or finalists Jenni Hermoso and Sam Kerr pic.twitter.com/FPDHLqzmgK— B/R Football (@brfootball) January 17, 2022 Sænski blaðamaðurinn Mia Eriksson, sem sérhæfir sig í umfjöllun um knattspyrnu kvenna, er ein þeirra sem benda á þessa undarlegu staðreynd. Hún stingur upp á að breytt verði um aðferðir við valið, til að gera það fagmannlegra. Því tengt harmar hún það enn að hin danska Pernille Harder skyldi ekki kjörin best í fyrra. Alexia Putellas wins FIFA Best player of the year, but she did not make it into the best team. If there's one gala with awards we might have to re-do and evaluate to make it more - professional?Gives me flashbacks from last year when a certain Dane should have won THE BEST.— Mia Eriksson (@mia_eriksson) January 17, 2022 Í kjörinu á leikmanni ársins hafa aðeins þjálfarar og fyrirliðar landsliða heimsins, og sérvalinn blaðamaður frá hverju landi, atkvæðisrétt. Fulltrúar Íslands, þau Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Þorsteinn Halldórsson og Víðir Sigurðsson, völdu öll Putellas í efsta sæti. Í valinu á liði ársins fá hins vegar allir leikmenn sem eru atvinnumenn í fótbolta að kjósa. Samkvæmt heimasíðu leikmannasamtakanna FIFPro, sem sjá um kjörið, taka vanalega um 25.000 manns þátt og kjósa leikmenn í fjórar stöður; mark, vörn, miðju og sókn. Og það er ekki svo að það bitni á leikmönnum ef þeir eru kosnir sem miðjumenn af sumum en sóknarmenn af öðrum. Tekið er tillit til þess og atkvæði lögð saman. Putellas fékk einfaldlega ekki nógu mörg atkvæði til að vera í liði ársins hjá þeim atvinnumönnum sem kusu.
Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Sjá meira