Innlent

Biðla til landsmanna um að láta skrá erlendar bólusetningar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Einhverjir Íslendingar kunna að hafa þegið bólusetningu erlendis.
Einhverjir Íslendingar kunna að hafa þegið bólusetningu erlendis. epa/Abir Sultan

Landlæknisembættir biður einstaklinga sem búsettir eru hér á landi en hafa þegið bólusetningu gegn Covid-19 erlendis að láta skrá bólusetningarnar formlega í innlend kerfi, ef það hefur ekki gert það nú þegar.

Frá þessu er greint á vefsíðu embættisins.

Þar segir að einstaklingar geti snúið sér til heilsugæslunnar til að láta skrá þessar erlendu bólusetningar. Bóluefnin þurfi að vera viðurkennd af Lyfjastofnun en eins og er séu bóluefnin frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen viðurkennd hér á landi.

Þess ber að geta að í Bandaríkjunum er bóluefnið frá Janssen jafnan kennt við Johnson & Johnson.

Framvísa þarf skilríkjum og vottorði um bólusetninguna til heilsugæslunnar en það er hægt að gera í gegnum netspjallið á heilsuvera.is.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.