Erlent

Rússneskar hersveitir komnar inn í Hvíta-Rússland

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Úkraínskir varaliðar við heræfingar.
Úkraínskir varaliðar við heræfingar. epa/Sergey Dolzhenko

Spennan í Austur-Evrópu fer nú vaxandi dag frá degi en rússneskar hersveitir eru nú komnar inn í Hvíta-Rússland þar sem til stendur, að sögn Rússa, að hafa heræfingu með Hvít-Rússum við landamæri Úkraínu.

Hersveitir Rússa eru líka á austurlandamærum Úkraínu og er ljóst að liðsflutningarnir til Hvíta-Rússlands munu auka mjög á spennuna á svæðinu. 

Innrás Rússa í Úkraínu hefur að mati margra sérfræðinga lengi verið í bígerð og hafa vesturveldin margsinnis varað Rússa við afleiðingum þess að ráðast inn í landið. 

Í Hvíta-Rússlandi hefur einræðisherrann Alexander Lukashenko verið undir miklum þrýstingi frá alþjóðasamfélaginu og einnig frá stjórnarandstöðunni heimafyrir. Hann hefur brugðist við því með því að efla enn frekar tengsl sín við Pútín Rússlandsforseta og eru heræfingarnar nú til marks um það.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.