„Súrrealískur“ Íslendingafans á Tenerife Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2022 20:27 Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir er ein hinna fjölmörgu Íslendinga sem dvalið hafa á Tenerife undanfarnar vikur. Stöð 2/Ragnar Visage Heimsferðir hafa nær aldrei selt fleiri jólaferðir til Tenerife og í fyrra en eyjan er jafnframt vinsælasti áfangastaður Play þessa stundina. Íslendingur á Tenerife lýsir staðnum sem algjörri Íslendinganýlendu. Þegar rennt er yfir samfélagsmiðla virðist sem nær annar hver Íslendingur hafi farið til Tenerife yfir jól og áramót - eða sé staddur á eyjunni þessa stundina. Færsla Ágústs Beinteins Árnasonar á TikTok hér fyrir neðan gefur ef til vill ákveðna vísbendingu um andrúmsloftið á Tenerife um jólin. @gustib_1 svona leit Tenerife út um jólin hahah go comment ef þið fóruð original sound - Gústi B Tenerife er vinsælasti áfangastaður Play þessa stundina en síðustu sex vikur, frá 1. desember til 15. janúar, seldi félagið 4000 flugsæti til eyjunnar. Mikill áhugi hefur einnig verið á Tenerife hjá Icelandair, sem flogið hefur 29 sinnum til og frá Tenerife á tímabilinu - þar af ellefu sinnum það sem af er janúar. Og Tenerife-áhugi Íslendinga gæti hæglega verið í hæstu hæðum en samkvæmt frétt Túrista flugu fleiri Íslendingar til Tenerife á seinni helmingi árs í fyrra en fyrir heimsfaraldur. Íslenska alls staðar Ingveldur Anna Sigurðardóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins er stödd á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur verið þar í rúma viku og lætur ákaflega vel af dvölinni. Ingveldur Anna Sigurðardóttir er ánægð með dvölina á Tenerife. Ingveldur segir að ekki sé þverfótað fyrir Íslendingum á eyjunni. „Maður heyrir íslensku við sundlaugarbakkann, í fyrradag sátum við við hliðina á Íslendingum á veitingastað og við vorum í minigolfi áðan og þar voru að minnsta kosti 10-15 Íslendingar á undan okkur,“ segir Ingveldur. Í útlöndum komi það henni venjulega á óvart að rekast á Íslending. Sú sé alls ekki raunin á Tenerife um þessar mundir þar sem Íslendingarnir virðast rekast á hver annan. Og sækja sér vænan skammt af D-vítamíni í sólarleysinu sem landsmenn eru margir hverjir orðnir þreyttir á. „Þetta er svona annar heimavöllur okkar Íslendinga. Þetta er bara mjög súrrealískt.“ Spánn Íslendingar erlendis Ferðalög Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Sjá meira
Þegar rennt er yfir samfélagsmiðla virðist sem nær annar hver Íslendingur hafi farið til Tenerife yfir jól og áramót - eða sé staddur á eyjunni þessa stundina. Færsla Ágústs Beinteins Árnasonar á TikTok hér fyrir neðan gefur ef til vill ákveðna vísbendingu um andrúmsloftið á Tenerife um jólin. @gustib_1 svona leit Tenerife út um jólin hahah go comment ef þið fóruð original sound - Gústi B Tenerife er vinsælasti áfangastaður Play þessa stundina en síðustu sex vikur, frá 1. desember til 15. janúar, seldi félagið 4000 flugsæti til eyjunnar. Mikill áhugi hefur einnig verið á Tenerife hjá Icelandair, sem flogið hefur 29 sinnum til og frá Tenerife á tímabilinu - þar af ellefu sinnum það sem af er janúar. Og Tenerife-áhugi Íslendinga gæti hæglega verið í hæstu hæðum en samkvæmt frétt Túrista flugu fleiri Íslendingar til Tenerife á seinni helmingi árs í fyrra en fyrir heimsfaraldur. Íslenska alls staðar Ingveldur Anna Sigurðardóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins er stödd á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur verið þar í rúma viku og lætur ákaflega vel af dvölinni. Ingveldur Anna Sigurðardóttir er ánægð með dvölina á Tenerife. Ingveldur segir að ekki sé þverfótað fyrir Íslendingum á eyjunni. „Maður heyrir íslensku við sundlaugarbakkann, í fyrradag sátum við við hliðina á Íslendingum á veitingastað og við vorum í minigolfi áðan og þar voru að minnsta kosti 10-15 Íslendingar á undan okkur,“ segir Ingveldur. Í útlöndum komi það henni venjulega á óvart að rekast á Íslending. Sú sé alls ekki raunin á Tenerife um þessar mundir þar sem Íslendingarnir virðast rekast á hver annan. Og sækja sér vænan skammt af D-vítamíni í sólarleysinu sem landsmenn eru margir hverjir orðnir þreyttir á. „Þetta er svona annar heimavöllur okkar Íslendinga. Þetta er bara mjög súrrealískt.“
Spánn Íslendingar erlendis Ferðalög Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Sjá meira