Fótbolti

Kamerún og Búrkína Fasó í sex­tán liða úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vincent Aboubakar skoraði fyrir Kamerún í kvöld.
Vincent Aboubakar skoraði fyrir Kamerún í kvöld. Twitter/Goal

A-riðli í Afríkukeppninni í knattspyrnu lauk í kvöld með tveimur leikjum. Báðir fóru 1-1 sem þýðir að Kamerún vinnur riðilinn. Búrkína Fasó fer áfram en liðið endar með fjögur stig líkt og Grænhöfðaeyjar sem sitja í 3. sæti en eiga enn möguleika á að komast áfram.

Búrkína Fasó gerði 1-1 jafntefli við Eþíópíu. Cyrille Bayala kom Búrkína Fasó yfir í fyrri hálfleik en Getaneh Kebede jafnaði metin snemma í þeim síðari, lokatölur 1-1.

Vincent Aboubakar kom Kamerún yfir gegn Grænhöfðaeyjum seint í síðari hálfleik. Garry Rodrigues jafnaði metin snemma í síðari hálfleik fyrir Grænhöfðaeyjar. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum því með 1-1 jafntefli.

Það þýðir að Grænhöfðaeyjar eiga enn möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit þar sem fjögur þriðja sætis lið komast áfram.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.