Fótbolti

Markalaust jafntefli í stórleik helgarinnar í Serie A

Atli Arason skrifar
Leikmenn Inter, Milan Skrinar og Joaquin Correa, fagna saman marki gegn Udinese fyrr á tímabilinu.
Leikmenn Inter, Milan Skrinar og Joaquin Correa, fagna saman marki gegn Udinese fyrr á tímabilinu. Jonathan Moscrop/Getty Images

Atalanta og Inter gerðu markalaust jafntefli í lokaleik helgarinnar í ítölsku Serie A deildinni.

Atalanta og Inter gerðu markalaust jafntefli í lokaleik helgarinnar í ítölsku Serie A deildinni.

Þrátt fyrir að hvorugt lið hefði skorað mark þá var leikurinn fjörugur og mikið sótt á báða enda. Sigurinn hefði getað dottið öðru hvoru megin því bæði lið fengu tækifæri til að skora mörk en markmenn beggja liða áttu stórleik í kvöld. 

Juventus, Milan og Napoli fagna sennilega þessum úrslitum hvað mest því annaðhvort Inter eða Atalanta hefði búið til myndarlegt forskot á andstæðinga sína í baráttu um annars vegar titilinn og hins vegar meistaradeildarsæti með sigri. 

Inter er eftir sem áður á toppi deildarinnar með 50 stig, tveggja stiga forskot á Milan sem er í öðru sæti. Atalanta er í fjórða sæti með 42 stig, einu stigi meira en Juventus og einu stigi á minna en Napoli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.