Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 22:44 Hér má sjá bílinn sem sat fastur í stærsta snjóflóðinu við veginn. jónþór eiríksson Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. „Þetta er stórhættuleg hlíð,“ segir Jónþór Eiríksson íbúi í Súðavík í samtali við Vísi. Hann sótti kærustu sína til Ísafjarðar í kvöld og keyrði því veginn um Súðavíkurhlíð um klukkan 19. „Það var fullt af snjóflóðum þarna sem höfðu fallið og náðu inn á veg. Fullt af spírum svona niður hlíðina og mörg sem höfðu ekki komist alveg niður að vegi og önnur sem höfðu fallið yfir hann,“ segir hann. Hann hafi keyrt að bíl sem sat fastur í stærsta flóðinu. Súðavíkurhlíð: Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi og hefur veginum verið lokað. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 16, 2022 Óhuggulegt að horfa upp í kolsvarta hlíðina „Það var þarna búin að myndast dálítil bílaröð, flutningabíll sem sat fastur að bíða eftir að komast í gegn og ég stökk út með skóflu að hjálpa til við að losa bílinn,“ segir Jónþór. Það hafi verið óhuggulegt að standa þar úti á veginum vitandi af nokkrum kyrrstæðum bílum sem biðu þar í snjóflóðahættunni eftir að komast leiðar sinnar. „Það er það óneitanlega að standa og horfa upp í kolsvarta hlíðina sem maður sér ekkert í og vita ekkert hvort það sé að fara að falla á mann snjóflóð,“ segir hann. Hann hafi þó komist veginn slysalaust enda á góðum bíl. „Foreldrar mínir voru líka að keyra veginn rétt fyrir framan mig og ég var í sambandi við þau. Allt í einu keyri ég fram á snjóflóði á veginum, sem hafði ekki verið fallið þegar þau keyrðu þar rétt á undan mér. Þannig það hefur bara munað einhverjum þrjátíu sekúndum á að það hefði fallið á annað hvort minn bíl eða þeirra,“ segir Jónþór. Það hefði hæglega getað ýtt bílnum út af veginum að hans sögn. Íbúar Súðavíkur hafa lengi kallað eftir göngum til Ísafjarðar. „Þetta er bara stórhættulegur vegur og ráðamenn verða að fara að átta sig á því.“ Hann furðar sig þá á því að Vegagerðin hafi ekki lokað veginum fyrr í kvöld. „Já, ég held þeir þyrftu eitthvað að vakta þetta betur og loka veginum fyrr. Það höfðu fallið mörg snjóflóð þarna niður á veginn áður en honum var lokað.“ Veður Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Þetta er stórhættuleg hlíð,“ segir Jónþór Eiríksson íbúi í Súðavík í samtali við Vísi. Hann sótti kærustu sína til Ísafjarðar í kvöld og keyrði því veginn um Súðavíkurhlíð um klukkan 19. „Það var fullt af snjóflóðum þarna sem höfðu fallið og náðu inn á veg. Fullt af spírum svona niður hlíðina og mörg sem höfðu ekki komist alveg niður að vegi og önnur sem höfðu fallið yfir hann,“ segir hann. Hann hafi keyrt að bíl sem sat fastur í stærsta flóðinu. Súðavíkurhlíð: Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi og hefur veginum verið lokað. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 16, 2022 Óhuggulegt að horfa upp í kolsvarta hlíðina „Það var þarna búin að myndast dálítil bílaröð, flutningabíll sem sat fastur að bíða eftir að komast í gegn og ég stökk út með skóflu að hjálpa til við að losa bílinn,“ segir Jónþór. Það hafi verið óhuggulegt að standa þar úti á veginum vitandi af nokkrum kyrrstæðum bílum sem biðu þar í snjóflóðahættunni eftir að komast leiðar sinnar. „Það er það óneitanlega að standa og horfa upp í kolsvarta hlíðina sem maður sér ekkert í og vita ekkert hvort það sé að fara að falla á mann snjóflóð,“ segir hann. Hann hafi þó komist veginn slysalaust enda á góðum bíl. „Foreldrar mínir voru líka að keyra veginn rétt fyrir framan mig og ég var í sambandi við þau. Allt í einu keyri ég fram á snjóflóði á veginum, sem hafði ekki verið fallið þegar þau keyrðu þar rétt á undan mér. Þannig það hefur bara munað einhverjum þrjátíu sekúndum á að það hefði fallið á annað hvort minn bíl eða þeirra,“ segir Jónþór. Það hefði hæglega getað ýtt bílnum út af veginum að hans sögn. Íbúar Súðavíkur hafa lengi kallað eftir göngum til Ísafjarðar. „Þetta er bara stórhættulegur vegur og ráðamenn verða að fara að átta sig á því.“ Hann furðar sig þá á því að Vegagerðin hafi ekki lokað veginum fyrr í kvöld. „Já, ég held þeir þyrftu eitthvað að vakta þetta betur og loka veginum fyrr. Það höfðu fallið mörg snjóflóð þarna niður á veginn áður en honum var lokað.“
Veður Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira