Fótbolti

Real Madrid vann spænska ofurbikarinn

Atli Arason skrifar
Benzema skoraði úr víti.
Benzema skoraði úr víti. vísir/Getty

Real Madrid vann þægilegan sigur á Athletic Bilbao, 2-0, í leik um spænska ofurbikarinn í kvöld.

Luka Modric kom Real Madrid á bragðið með fyrsta marki leiksins á 38. mínútu eftir undirbúning frá Rodrygo og staðan var 1-0 fyrir Madrídinga í hálfleik. 

Karim Benzema tvöfaldaði svo forystu Real á 52. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Þegar örfáar mínútur lifðu eftir af leiknum þá fékk Athletic Bilbao líflínu. Éder Militão, varnarmaður Real Madrid, handlék þá boltann inn í vítateig og eftir að atvikið var skoðað vel í VARsjánni var dæmd vítaspyrna og Militão fékk rautt spjald. 

Raul Garcia tekur vítaspyrnuna fyrir Bilbao en Thibaut Courtois ver slaka spyrnu Garcia sem er beint á markið. Fór svo að lokum að Real vann 2-0 sigur og fær spænska ofurbikarinn að launum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×