Innlent

Búið að segja Jóni Má upp á X-inu

Smári Jökull Jónsson skrifar
X-ið er útvarpsstöð í eigu Sýnar.
X-ið er útvarpsstöð í eigu Sýnar. Vísir/Vilhelm

Jóni Má Ásbjörnssyni hefur verið sagt upp störfum á X-inu en hann hefur stýrt útvarpsþættinum Séra Jón um nokkurt skeið.

Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu og sagði að hann hefði tilkynnt Jóni Má um uppsögnina á fimmtudaginn. Sagði Þórhallur að Jón Már myndi strax hætta störfum.

Uppsögnin kemur í kjölfar ásakana á hendur Jóni Má um málefni tengd MeToo byltingunni. Auk þess að stýra Séra Jón er Jón Már söngvari í hljómsveitinni Une Misére. 

Vísir er í eigu Sýnar hf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×