Fótbolti

PSG ekki í vandræðum án Messi

Atli Arason skrifar
Messi er enn þá að jafna sig.
Messi er enn þá að jafna sig.

Lionel Messi var ekki með PSG í kvöld þar sem hann er enn þá að jafna sig eftir Covid-19 smit. París fór þó auðveldelga í gegnum Brest í 2-0 sigri í frönsku Ligue 1 deildinni í kvöld.

PSG hafði betur í öllum helstu tölfræði þáttum leiksins en liðið komst yfir með marki Kylian Mbappé á 32. mínútu með flottu skoti Frakkans við enda vítateigsins, stöngin og inn.

Yfirburður PSG héldu áfram og á 53. mínútu tvöfölduðu þeir forystuna með marki hins þýska Thilo Kehrer sem gat ekki annað en stýrt boltanum í netið eftir frábæran undirbúning frá Nuno Mendes við endalínuna.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og PSG fékk stigin þrjú. Eftir sigurinn er PSG komið í 50 stig, með 11 stiga forskot á toppi deildarinnar en Brest er í 13 sæti með 25 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.