Fyrri hugmyndir um Janssen löngu úreltar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. janúar 2022 08:52 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í svari til heilbrigðisráðuneytisins að í delta-bylgjunni hafi fólk með einn skammt af Janssen verið þrisvar sinnum líklegra til að smitast en þeir sem voru með tvo skammta af öðru bóluefni. vísir/vilhelm Allar hugmyndir um góða virkni eins skammts af bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni úreltust um leið og ný afbrigði veirunnar, delta og ómíkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Janssen alveg eins og hin bóluefnin; einn skammtur af Janssen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heilbrigðisráðuneytið að líta það sömu augum og hin bóluefnin þegar það breytti reglum um sóttkví þríbólusettra. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis sem óskaði í vikunni eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um það hvers vegna breytingar á reglum um sóttkví næðu ekki til þeirra sem hefðu aðeins fengið einn örvunarskammt í kjölfar bólusetningar með bóluefni Janssen. Með breytingunum er einstaklingum sem eru þríbólusettir minnst fjórtán dögum áður en þeir eru útsettir fyrir smiti meðal annars heimilt að sækja vinnu, skóla og matvöruverslanir á meðan þeir eru í sóttkví. Margir þeir sem höfðu þegið einn örvunarskammt eftir að hafa hlotið grunnbólusetningu með Janssen undruðust að reglurnar næðu ekki til þeirra nema þeir hefðu einnig fengið þriðju sprautu. Þrefalt líklegri til að smitast Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis segir að við gerð nýju reglnanna hafi verið ákveðið að fylgja nýjustu læknisfræðilegu þekkingu á Covid-19 og þeim bóluefnum sem notuð hafa verið gegn sjúkdómnum. Þannig sé tekið mið af því „hversu vel ætla megi að einstaklingar séu varðir gegn COVID-19 í reynd en ekki endilega hvort markaðsleyfi bóluefnisins miði grunnbólusetningu við einn eða tvo skammta,“ eins og segir í svarinu. Við gerð þess ráðfærði heilbrigðisráðuneytið sig við sóttvarnalækni sem bendir meðal annars á að í ljós hafi komið, síðasta sumar þegar delta-afbrigðið tók yfir hér á landi, að smittíðni þeirra sem höfðu fengið einn skammt af Janssen væri þreföld miðað við smittíðni þeirra sem höfðu fengið tvo skammta af öðrum bóluefnum. Allar rannsóknir nú bendi þá til þess að einn skammtur af Janssen veiti sambærilega vernd og einn skammtur af öðrum bóluefnum og að grunnbólusetning með Janssen og einn örvunarskammtur með öðru bóluefni verndi eins vel og tveir skammtar af öðrum efnum. Því ætti að líta á það sem grunnbólusetningu við gerð sóttvarnareglna í framtíðinni þrátt fyrir að markaðsleyfi Janssen geri ráð fyrir að einn skammtur veiti grunnbólusetningu. Sóttvarnalæknir bendir á að einn skammtur af Janssen hafi virkað eins vel og til var ætlast gegn upprunalega afbrigði veirunnar en um leið og meira smitandi afbrigði hafi skotið upp kollinum hafi þetta misræmi komið fram. Því virðist sem svo að allar fyrri hugmyndir um Janssen séu fyrir bí í augum heilbrigðisyfirvalda og ef þeir sem fengu upprunalega Janssen vilja sleppa við ströngustu sóttkvíarreglur verða þeir að fá sér þriðja skammtinn af bóluefni. Þeir geta átt von á að fá boð í hann frá janúarlokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis sem óskaði í vikunni eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um það hvers vegna breytingar á reglum um sóttkví næðu ekki til þeirra sem hefðu aðeins fengið einn örvunarskammt í kjölfar bólusetningar með bóluefni Janssen. Með breytingunum er einstaklingum sem eru þríbólusettir minnst fjórtán dögum áður en þeir eru útsettir fyrir smiti meðal annars heimilt að sækja vinnu, skóla og matvöruverslanir á meðan þeir eru í sóttkví. Margir þeir sem höfðu þegið einn örvunarskammt eftir að hafa hlotið grunnbólusetningu með Janssen undruðust að reglurnar næðu ekki til þeirra nema þeir hefðu einnig fengið þriðju sprautu. Þrefalt líklegri til að smitast Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis segir að við gerð nýju reglnanna hafi verið ákveðið að fylgja nýjustu læknisfræðilegu þekkingu á Covid-19 og þeim bóluefnum sem notuð hafa verið gegn sjúkdómnum. Þannig sé tekið mið af því „hversu vel ætla megi að einstaklingar séu varðir gegn COVID-19 í reynd en ekki endilega hvort markaðsleyfi bóluefnisins miði grunnbólusetningu við einn eða tvo skammta,“ eins og segir í svarinu. Við gerð þess ráðfærði heilbrigðisráðuneytið sig við sóttvarnalækni sem bendir meðal annars á að í ljós hafi komið, síðasta sumar þegar delta-afbrigðið tók yfir hér á landi, að smittíðni þeirra sem höfðu fengið einn skammt af Janssen væri þreföld miðað við smittíðni þeirra sem höfðu fengið tvo skammta af öðrum bóluefnum. Allar rannsóknir nú bendi þá til þess að einn skammtur af Janssen veiti sambærilega vernd og einn skammtur af öðrum bóluefnum og að grunnbólusetning með Janssen og einn örvunarskammtur með öðru bóluefni verndi eins vel og tveir skammtar af öðrum efnum. Því ætti að líta á það sem grunnbólusetningu við gerð sóttvarnareglna í framtíðinni þrátt fyrir að markaðsleyfi Janssen geri ráð fyrir að einn skammtur veiti grunnbólusetningu. Sóttvarnalæknir bendir á að einn skammtur af Janssen hafi virkað eins vel og til var ætlast gegn upprunalega afbrigði veirunnar en um leið og meira smitandi afbrigði hafi skotið upp kollinum hafi þetta misræmi komið fram. Því virðist sem svo að allar fyrri hugmyndir um Janssen séu fyrir bí í augum heilbrigðisyfirvalda og ef þeir sem fengu upprunalega Janssen vilja sleppa við ströngustu sóttkvíarreglur verða þeir að fá sér þriðja skammtinn af bóluefni. Þeir geta átt von á að fá boð í hann frá janúarlokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira