Umfjöllun: Ísland - Suður-Kórea 1-5 | Himinn og haf á milli Íslands og Suður-Kóreu

Árni Jóhannsson skrifar
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úganda í fyrri vináttulandsleik sínum í Tyrklandi.
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úganda í fyrri vináttulandsleik sínum í Tyrklandi. Instagram/@footballiceland

Íslenska landsliðið byrjaði ágætlega í leiknum þar sem sýndir voru fínir taktar þar sem hægt var að sjá hvernig bolta þeir ætluðu að spila til að reyna að sækja á Suður-Kóreu menn. Það er að segja ef íslenska landsliðið hefði náð að hafa boltann af einhverju viti í leiknum en þegar um fimm mínútur voru liðnar þá náðu Kóreu menn völdum á leiknum og fyrst og fremst á boltanum og hleyptu okkar mönnum ekki nálægt sér.

Mjög auðvelt var fyrir andstæðinga Íslands að senda boltann inn fyrir varnarlínuna og skapa usla hjá íslenska lansdsliðinu. Fyrsta markið leit dagsins á 15. mínútu og var á ferðinni Cho Guesung. Suður Kóreu menn spiluðu vel fyrir framan varnarlínu okkar manna og lyftu síðan boltanum inn fyrir varnarlínuna og Cho gerði allt rétt í því að leggja boltann í netið framhjá Hákoni.

Tíu mínútum síðar hófst rosaleg runa atvika. Á 25. mínútu fengu Suður Kóreu menn víti eftir að Ari Leifsson tæklaði niður Cho Guesung og var réttilega dæmd vítaspyrna. Kwon Changhoon tók vítið en Hákon Rafn Valdimarsson varði vítið glæsilega. 

Við vorum þó ekki lengi í paradís því á 27. mínútu skoruðu Suður-Kóreu menn aftur en þar var á ferðinni áður nefndur Kwon Changhoon og var uppskriftin svipuð og í fyrsta markinu. Boltinn var unninn á vallarhelmingi íslenska liðsins og eftir nokkarar sendingar kom sending inn fyrir og Kwon renndi boltanum í netið.

Á 29. mínútu kom svo þriðja markið og það var af dýrari gerðinni. Paik Seungho var þar á ferðinni. Eftir hreinsun úr teig okkar manna fær Paik boltann á 25 metra færi og hann gerði sér lítið fyrir og smurði boltann í samskeytin. Gat varla verið nær stöngum marksins þarna. Hákon átti ekki séns. Stórkostlegt mark.

Hálfleikurinn rann sitt skeið og liðin gengu til búningsherbergja og brekkan mjög brött fyrir Ísland og eiginlega ókleif.

Íslendingar byrjuðu af mikið meiri krafti í seinni hálfleik eins og í byrjun þess fyrri en nú uppskáru okkar menn mark á 54. mínútur og þar var á ferðinni Sveinn Aron Guðjohnsen með sitt fyrsta mark fyrir Íslands. Vonandi er stíflan brostin og við fáum að sjá meira af þessu frá Svein Aroni. Davíð Kristján gaf fyrir frá vinstri og Sveinn Aron náði skoti í varnarmann og náði sínu eigin frákasti og lagði boltann snyrtilega í netið.

Eftir þetta féll leikurinn í sama far og í fyrri hálfleik og Suður-Kórea var með boltann án þess þó að reyna mikið en þegar þeir fóru af stað komust þeir í ágætis færi. 

Á 73. mínútu skoraði Suður-Kórea sitt fjórða mark. Kim Jingyu skoraði markið og enn á ný náðu Kóreu menn að spila vel saman fyrir framan varnarlínuna okkar og setja boltann inn fyrir línuna. Hákon varði fyrsta skot en Kim kom aðvífandi og náði að troða boltanum eftir línuna eftir pínu darrðadans.

Þrettán mínútum síðar kom síðasta mark leiksins og það síðasta markverða sem gerðist í þessum leik. Eom Jisung skoraði markið. Góð sending frá vinstri og það voru tveir leikmenn Suður-Kóreu sem voru fríir á fjær stöng. Boltinn lenti á kollinum á Eom sem þurfti bara að stýra boltanum í öfuga átt miðað við hvaðan boltinn kom. Varnarleikurinn ekki upp á marga fiska eins og svo oft áður í þessum leik.

Leiknum lauk síðan og það er margt sem má skoða af þjálfarateymi liðsins en ég er ekki viss um að margir hafi sett plúsa í sinn kladda hjá Arnari Þór í þessu verkefni. Verkefnið svo sannarlega erfitt en andinn var lítill og slökktur nokkuð auðveldlega af Suður-Kóreu mönnum.

Afhverju vann Suður-Kórea?

Gæðamunurinn á liðunum var augljós. Það sem þessi leikur staðfesti er að Suður-Kóreska deildin er mun sterkari en deildin heima og er þetta lið væntanlega búið að móta sinn stíl og komið lengra á sinni vegferð en það íslenska.

Hvað gekk illa?

Íslenska liðinu gekk illa að halda boltanum og byggja upp sínar sóknir þó maður hafi séð að liðið ætlaði að vera viljugt til að spila fótbolta.

Hvað gekk vel?

Tökum við ekki út úr þessum leik tvo jákvæða punkta? Annars vegar það að Hákon Rafn varði vítastpyrnu sem væntanlega er hægt að leggja inn í sjálfstraustsbankann og svo að Sveinn Aron skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Einnig gott fyrir sjálfstraustið en nú er að byggja áfram á því.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.