Lokuðu leikskólanum í dag vegna stórrar hópsýkingar Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2022 16:44 Um áttatíu leikskólapláss eru á Sæborg. Reykjavíkurborg 38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví. „Þetta er stór hluti. Við erum bara að kortleggja málið og fara yfir þetta núna,“ segir Ásta Kristín Svavarsdóttir, leikskólastjóri Sæborgar, í samtali við Vísi. Eru nú flest börn og starfsmenn á tveimur deildum komin í einangrun. Ákveðið var að loka leikskólanum í tvo daga þar sem ekki er nægt starfsfólk til að manna einu deildina sem er hvorki í einangrun né sóttkví. „Nær allir sem ég hef heyrt í eru með lítil sem engin einkenni, fólk er ekki alvarlega veikt, hvorki börn né starfsfólk. Það er einn sem var frekar hastarlega veikur í starfsmannahópnum í tvo, þrjá daga en núna er hann allur að koma til,“ segir Ásta. Fara í sýnatöku um helgina „Það eina sem maður getur gert er að gera það besta í aðstæðunum og sem betur fer vinna leikskólastjórar vel saman og ég hef fengið rosalega góðan stuðning hjá mínum yfirmönnum. Þetta er óþægileg staða og skrítið að skólinn sé lokaður,“ segir Ásta. Hún hafi sömuleiðis átt í góðum samskiptum við rakningateymi almannavarna og fundið fyrir stuðningi frá þeim. Deildin sem lenti í sóttkví í dag fer í sýnatöku á laugardag og því er ekki útilokað að enn eigi eftir að bætast í hóp smitaðra á Sæborg. Loka hefur þurft fleiri leikskólum á landinu í dag. Í Grindavík voru foreldrar og forráðamenn barna á leikskólanum Laut, öðrum tveggja í bænum, beðnir um að sækja börnin sín vegna þess að starfsmaður hafði greinst smitaður. Leikskólanum verður lokað fram yfir helgi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
„Þetta er stór hluti. Við erum bara að kortleggja málið og fara yfir þetta núna,“ segir Ásta Kristín Svavarsdóttir, leikskólastjóri Sæborgar, í samtali við Vísi. Eru nú flest börn og starfsmenn á tveimur deildum komin í einangrun. Ákveðið var að loka leikskólanum í tvo daga þar sem ekki er nægt starfsfólk til að manna einu deildina sem er hvorki í einangrun né sóttkví. „Nær allir sem ég hef heyrt í eru með lítil sem engin einkenni, fólk er ekki alvarlega veikt, hvorki börn né starfsfólk. Það er einn sem var frekar hastarlega veikur í starfsmannahópnum í tvo, þrjá daga en núna er hann allur að koma til,“ segir Ásta. Fara í sýnatöku um helgina „Það eina sem maður getur gert er að gera það besta í aðstæðunum og sem betur fer vinna leikskólastjórar vel saman og ég hef fengið rosalega góðan stuðning hjá mínum yfirmönnum. Þetta er óþægileg staða og skrítið að skólinn sé lokaður,“ segir Ásta. Hún hafi sömuleiðis átt í góðum samskiptum við rakningateymi almannavarna og fundið fyrir stuðningi frá þeim. Deildin sem lenti í sóttkví í dag fer í sýnatöku á laugardag og því er ekki útilokað að enn eigi eftir að bætast í hóp smitaðra á Sæborg. Loka hefur þurft fleiri leikskólum á landinu í dag. Í Grindavík voru foreldrar og forráðamenn barna á leikskólanum Laut, öðrum tveggja í bænum, beðnir um að sækja börnin sín vegna þess að starfsmaður hafði greinst smitaður. Leikskólanum verður lokað fram yfir helgi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira