Innlent

Grunn­skóla­kennarar kol­felldu nýjan kjara­samning

Atli Ísleifsson skrifar
74 prósent sögðu nei.
74 prósent sögðu nei. Vísir/Vilhelm

Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 73,71 prósent en já sögðu 24,82 prósent.

Í tilkynningu á vef Kennarasambandsins segir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi verið ljós um hádegi í dag. Samningurinn var felldur með miklum meirihluta atkvæða, en kjörsókn var 69 prósent.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er þessi:

  • Já sögðu 876 eða 24,82%
  • Nei sagði 2.601 eða 73,71%
  • Auðir 52 eða 1,47%
  • Á kjörskrá voru 5.092
  • Atkvæði greiddu 3.529 eða 69,30%

Skrifað var undir kjarasamninginn 30. desember síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla stóð yfir frá hádegi 7. janúar og lauk klukkan 12 í dag, fimmtudaginn 13. janúar 2022.


Tengdar fréttir

Sögu­leg undir­ritun kjara­samnings grunn­skóla­kennara

Nýr kjarasamningur Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga var undirritaður hjá embætti ríkissáttasemjara í gær. Þetta er í fyrsta skipti í sögu félagsins sem ritað er undir kjarasamning grunnskólakennara áður en gildandi samningur rennur út. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.