Kennarar vísa viðræðum til ríkissáttasemjara: „Öllu hefur verið hafnað sem við höfum lagt fram“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. desember 2021 12:44 Félag grunnskólakennara hefur vísað kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara. Kjarasamningar grunnskólakennara renna út um áramótin. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér fréttatilkynningu rétt fyrir hádegið þar sem tilkynnt var að Félag grunnskólakennara hefði slitið kjaraviðræðum við sambandið en kjarasamningar grunnskólakennara renna út um áramótin. Í tilkynningu sambandsins kemur fram að lagt hafi verið fram tilboð á grunni Lífskjarasamningsins um kjarasamning sem gilda átti frá 1.janúar 2022 til 31.mars 2023. Segir að tilboðið sé í samræmi við þá samninga sem Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafi þegar gert við aðra viðsemjendur sína. Tilboðið fól í sér 25.000 króna hækkun þann 1.janúar og að vinnutími styttist með sama hætti og þegar hefur verið samið um við aðra opinbera starfsmenn í dagvinnu. „Höfum ekki náð að ræða neinar útfærslur“ Þorgerður Laufey Friðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennar segir að öllum hugmyndum grunnskólakennara varðandi styttingu vinnuvikunnar hafi verið hafnað í kjaraviðræðunum.Vísir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir að félagið hafi ákveðið að vísa kjaraviðræðunum til ríkissáttasemjara sem muni þá halda utan um viðræður og verkstýra. „Við erum búin að eiga í samningsviðræðum við sambandið síðan viðræðuáætlun var undirrituð í byrjun nóvember. Við höfum átt í árangurslitlum viðræðum um þau atriði sem við teljum að eigi að vera í kjarasamningnum og liggja að Lífskjarasamningnum.“ „Það sem stóð út af síðast var að það átti eftir að útfæra orlofsréttinn og finna útfærslu varðandi styttingu vinnuvikunnar," bætti Þorgerður við og segir að útfærsla varðandi styttingu vinnutíma sé vissulega flókin vegna sérstöðu vinnuumhverfis grunnskólakennara. Í tilkynningu Sambands íslenskra sveitarfélaga kom fram að krafa grunnskólakennara varðandi styttingu vinnutíma hafi verið að stytta kennslu hvers kennara um eina viku á ári, úr 37 vikum í 36, og að ljóst sé að slíkt myndi auka enn frekar á þann mönnunarvanda sem grunnskólar standi frammi fyrir og leiða til mikils kostnaðarauka. „Það er mjög áhugavert að sambandið setji þetta í sína tilkynningu. Við erum búin að vera við samningaborðið með alls konar hugmyndir um hvernig þetta gæti verið útfært. Öllu hefur verið hafnað, við höfum ekki náð að ræða neinar útfærslu því öllu hefur verið hafnað sem við höfum lagt fram,“ sagði Þorgerður Laufey. „Erum að óska eftir verkstjórn“ Aðalsteinn Leifsson er ríkissáttasemjari.Vísir/Vilhelm Þorgerður segir að þegar síðasti kjarasamningur grunnskólakennara var undirritaður hafi gildistími hans verið styttri en í Lífskjarasamningum. Ástæðan hafi meðal annars verið sú að ekki var búið að finna útfærslu varðandi styttingu vinnutíma. „Við vorum þeirrar skoðunar að þetta væri það flókið að það þyrfti að gefa sér tíma til umræðu og semja um með raunhæfum hætti. Umræðurnar hafa ekki skilað neinum árangri, hugmyndum hefur verið hafnað eða ekki sest niður til að skoða þær með raunhæfum hætti. Við erum að óska eftir verkstjórn í viðræðunum. “ Hún er ekki sammála því að viðræðum hafi verið slitið. „Þetta eru tvö skref, fyrst er deilu vísað til sáttasemjara og þá föllum við undir verkstjórn hans og vinnum okkur í að tala saman við hans stjórn.“ Hún vonast eftir betri gangi í viðræðum í framhaldinu. „Vonandi næst samtal en ekki bara að öllu sé hafnað sem lagt er fram til skoðunar,“ segir Þorgerður Laufey. Grunnskólar Kjaramál Skóla - og menntamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér fréttatilkynningu rétt fyrir hádegið þar sem tilkynnt var að Félag grunnskólakennara hefði slitið kjaraviðræðum við sambandið en kjarasamningar grunnskólakennara renna út um áramótin. Í tilkynningu sambandsins kemur fram að lagt hafi verið fram tilboð á grunni Lífskjarasamningsins um kjarasamning sem gilda átti frá 1.janúar 2022 til 31.mars 2023. Segir að tilboðið sé í samræmi við þá samninga sem Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafi þegar gert við aðra viðsemjendur sína. Tilboðið fól í sér 25.000 króna hækkun þann 1.janúar og að vinnutími styttist með sama hætti og þegar hefur verið samið um við aðra opinbera starfsmenn í dagvinnu. „Höfum ekki náð að ræða neinar útfærslur“ Þorgerður Laufey Friðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennar segir að öllum hugmyndum grunnskólakennara varðandi styttingu vinnuvikunnar hafi verið hafnað í kjaraviðræðunum.Vísir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir að félagið hafi ákveðið að vísa kjaraviðræðunum til ríkissáttasemjara sem muni þá halda utan um viðræður og verkstýra. „Við erum búin að eiga í samningsviðræðum við sambandið síðan viðræðuáætlun var undirrituð í byrjun nóvember. Við höfum átt í árangurslitlum viðræðum um þau atriði sem við teljum að eigi að vera í kjarasamningnum og liggja að Lífskjarasamningnum.“ „Það sem stóð út af síðast var að það átti eftir að útfæra orlofsréttinn og finna útfærslu varðandi styttingu vinnuvikunnar," bætti Þorgerður við og segir að útfærsla varðandi styttingu vinnutíma sé vissulega flókin vegna sérstöðu vinnuumhverfis grunnskólakennara. Í tilkynningu Sambands íslenskra sveitarfélaga kom fram að krafa grunnskólakennara varðandi styttingu vinnutíma hafi verið að stytta kennslu hvers kennara um eina viku á ári, úr 37 vikum í 36, og að ljóst sé að slíkt myndi auka enn frekar á þann mönnunarvanda sem grunnskólar standi frammi fyrir og leiða til mikils kostnaðarauka. „Það er mjög áhugavert að sambandið setji þetta í sína tilkynningu. Við erum búin að vera við samningaborðið með alls konar hugmyndir um hvernig þetta gæti verið útfært. Öllu hefur verið hafnað, við höfum ekki náð að ræða neinar útfærslu því öllu hefur verið hafnað sem við höfum lagt fram,“ sagði Þorgerður Laufey. „Erum að óska eftir verkstjórn“ Aðalsteinn Leifsson er ríkissáttasemjari.Vísir/Vilhelm Þorgerður segir að þegar síðasti kjarasamningur grunnskólakennara var undirritaður hafi gildistími hans verið styttri en í Lífskjarasamningum. Ástæðan hafi meðal annars verið sú að ekki var búið að finna útfærslu varðandi styttingu vinnutíma. „Við vorum þeirrar skoðunar að þetta væri það flókið að það þyrfti að gefa sér tíma til umræðu og semja um með raunhæfum hætti. Umræðurnar hafa ekki skilað neinum árangri, hugmyndum hefur verið hafnað eða ekki sest niður til að skoða þær með raunhæfum hætti. Við erum að óska eftir verkstjórn í viðræðunum. “ Hún er ekki sammála því að viðræðum hafi verið slitið. „Þetta eru tvö skref, fyrst er deilu vísað til sáttasemjara og þá föllum við undir verkstjórn hans og vinnum okkur í að tala saman við hans stjórn.“ Hún vonast eftir betri gangi í viðræðum í framhaldinu. „Vonandi næst samtal en ekki bara að öllu sé hafnað sem lagt er fram til skoðunar,“ segir Þorgerður Laufey.
Grunnskólar Kjaramál Skóla - og menntamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira