Cantona ætlar ekki að horfa á HM: Þetta er hræðilegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2022 09:30 Eric Cantona segir alltaf sínar skoðanir og fer sjaldan troðnar slóðir. EPA-EFE/ALEXANDRE DIMOU Eric Cantona er harður gagnrýnandi þess að heimsmeistaramótið í knattspyrnu fari fram í Katar seinna á þessu ári. Hann gekk svo langt í nýju viðtali að segja hann geti ekki hugsað sér að horfa á mótið í nóvember og desember. Eric Cantona er goðsögn í lifanda lífi eftir fótboltaferil sinn þar sem hann varð meðal annars fjórum sinnum Englandsmeistari á fimm tímabilum með liði Manchester United. Hann skoraði tuttugu mörk fyrir franska landsliðið þarf af þrjú þeirra á móti Íslandi. Núna er karlinn mjög ósáttur með heimsmeistarakeppnin fari fram í Katar í ár. Cantona fór svo langt að segja að þetta sé í raun ekki alvöru heimsmeistarakeppni en hann nefnir til alla þá þúsundir verkamanna sem hafa látist við byggingu mannvirkjanna í Katar og að Alþjóða knattspyrnusambandið sé aðeins að hugsa um peninga. „Ég sjálfur mun ekki horfa á keppnina,“ sagði hinn 55 ára gamli Eric Cantona við Daily Mail. Canton spilaði aldrei á HM en Frökkum mistókst að komast á tvö heimsmeistaramót í röð (1990 og 1994) þegar hann var að spila með landsliðinu frá 1987 til 1995. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég skil samt að fótboltinn er rekinn sem fyrirtæki en ég hélt samt að fótboltinn væri eini staðurinn þar sem allir ættu möguleika,“ sagði Cantona. „Ég held enn að fótboltamenn geti alist upp í fátækt og flestir leikmenn koma úr fátækt. Þeir verða fótboltamenn og eiga möguleika að bjarga sjálfum sér og fjölskyldunni sem er frábært. Ef þú ert góður þá ertu góður,“ sagði Cantona. „Þetta er hæfileikakeppni. Ef þú ert betri en næstu maður þá spilar þú frekar og það er sanngjarnt,“ sagði Cantona. „Að nýta hæfileika sína og verða eitthvað er kjarni fótboltans og þess vegna er enn furðulegra að við getum haldið heimsmeistarakeppni í Katar og fólk hafi í rauninni kosið það,“ sagði Cantona. „Þetta snýst bara um peninga og það er hræðilegt hvernig þeir komu fram við fólkið sem byggði leikvangana. Þúsundir dóu og samt sem áður munum við taka á móti þessari heimsmeistarakeppni fagnandi,“ sagði Cantona. HM 2022 í Katar Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Eric Cantona er goðsögn í lifanda lífi eftir fótboltaferil sinn þar sem hann varð meðal annars fjórum sinnum Englandsmeistari á fimm tímabilum með liði Manchester United. Hann skoraði tuttugu mörk fyrir franska landsliðið þarf af þrjú þeirra á móti Íslandi. Núna er karlinn mjög ósáttur með heimsmeistarakeppnin fari fram í Katar í ár. Cantona fór svo langt að segja að þetta sé í raun ekki alvöru heimsmeistarakeppni en hann nefnir til alla þá þúsundir verkamanna sem hafa látist við byggingu mannvirkjanna í Katar og að Alþjóða knattspyrnusambandið sé aðeins að hugsa um peninga. „Ég sjálfur mun ekki horfa á keppnina,“ sagði hinn 55 ára gamli Eric Cantona við Daily Mail. Canton spilaði aldrei á HM en Frökkum mistókst að komast á tvö heimsmeistaramót í röð (1990 og 1994) þegar hann var að spila með landsliðinu frá 1987 til 1995. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég skil samt að fótboltinn er rekinn sem fyrirtæki en ég hélt samt að fótboltinn væri eini staðurinn þar sem allir ættu möguleika,“ sagði Cantona. „Ég held enn að fótboltamenn geti alist upp í fátækt og flestir leikmenn koma úr fátækt. Þeir verða fótboltamenn og eiga möguleika að bjarga sjálfum sér og fjölskyldunni sem er frábært. Ef þú ert góður þá ertu góður,“ sagði Cantona. „Þetta er hæfileikakeppni. Ef þú ert betri en næstu maður þá spilar þú frekar og það er sanngjarnt,“ sagði Cantona. „Að nýta hæfileika sína og verða eitthvað er kjarni fótboltans og þess vegna er enn furðulegra að við getum haldið heimsmeistarakeppni í Katar og fólk hafi í rauninni kosið það,“ sagði Cantona. „Þetta snýst bara um peninga og það er hræðilegt hvernig þeir komu fram við fólkið sem byggði leikvangana. Þúsundir dóu og samt sem áður munum við taka á móti þessari heimsmeistarakeppni fagnandi,“ sagði Cantona.
HM 2022 í Katar Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira