Cantona ætlar ekki að horfa á HM: Þetta er hræðilegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2022 09:30 Eric Cantona segir alltaf sínar skoðanir og fer sjaldan troðnar slóðir. EPA-EFE/ALEXANDRE DIMOU Eric Cantona er harður gagnrýnandi þess að heimsmeistaramótið í knattspyrnu fari fram í Katar seinna á þessu ári. Hann gekk svo langt í nýju viðtali að segja hann geti ekki hugsað sér að horfa á mótið í nóvember og desember. Eric Cantona er goðsögn í lifanda lífi eftir fótboltaferil sinn þar sem hann varð meðal annars fjórum sinnum Englandsmeistari á fimm tímabilum með liði Manchester United. Hann skoraði tuttugu mörk fyrir franska landsliðið þarf af þrjú þeirra á móti Íslandi. Núna er karlinn mjög ósáttur með heimsmeistarakeppnin fari fram í Katar í ár. Cantona fór svo langt að segja að þetta sé í raun ekki alvöru heimsmeistarakeppni en hann nefnir til alla þá þúsundir verkamanna sem hafa látist við byggingu mannvirkjanna í Katar og að Alþjóða knattspyrnusambandið sé aðeins að hugsa um peninga. „Ég sjálfur mun ekki horfa á keppnina,“ sagði hinn 55 ára gamli Eric Cantona við Daily Mail. Canton spilaði aldrei á HM en Frökkum mistókst að komast á tvö heimsmeistaramót í röð (1990 og 1994) þegar hann var að spila með landsliðinu frá 1987 til 1995. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég skil samt að fótboltinn er rekinn sem fyrirtæki en ég hélt samt að fótboltinn væri eini staðurinn þar sem allir ættu möguleika,“ sagði Cantona. „Ég held enn að fótboltamenn geti alist upp í fátækt og flestir leikmenn koma úr fátækt. Þeir verða fótboltamenn og eiga möguleika að bjarga sjálfum sér og fjölskyldunni sem er frábært. Ef þú ert góður þá ertu góður,“ sagði Cantona. „Þetta er hæfileikakeppni. Ef þú ert betri en næstu maður þá spilar þú frekar og það er sanngjarnt,“ sagði Cantona. „Að nýta hæfileika sína og verða eitthvað er kjarni fótboltans og þess vegna er enn furðulegra að við getum haldið heimsmeistarakeppni í Katar og fólk hafi í rauninni kosið það,“ sagði Cantona. „Þetta snýst bara um peninga og það er hræðilegt hvernig þeir komu fram við fólkið sem byggði leikvangana. Þúsundir dóu og samt sem áður munum við taka á móti þessari heimsmeistarakeppni fagnandi,“ sagði Cantona. HM 2022 í Katar Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Eric Cantona er goðsögn í lifanda lífi eftir fótboltaferil sinn þar sem hann varð meðal annars fjórum sinnum Englandsmeistari á fimm tímabilum með liði Manchester United. Hann skoraði tuttugu mörk fyrir franska landsliðið þarf af þrjú þeirra á móti Íslandi. Núna er karlinn mjög ósáttur með heimsmeistarakeppnin fari fram í Katar í ár. Cantona fór svo langt að segja að þetta sé í raun ekki alvöru heimsmeistarakeppni en hann nefnir til alla þá þúsundir verkamanna sem hafa látist við byggingu mannvirkjanna í Katar og að Alþjóða knattspyrnusambandið sé aðeins að hugsa um peninga. „Ég sjálfur mun ekki horfa á keppnina,“ sagði hinn 55 ára gamli Eric Cantona við Daily Mail. Canton spilaði aldrei á HM en Frökkum mistókst að komast á tvö heimsmeistaramót í röð (1990 og 1994) þegar hann var að spila með landsliðinu frá 1987 til 1995. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég skil samt að fótboltinn er rekinn sem fyrirtæki en ég hélt samt að fótboltinn væri eini staðurinn þar sem allir ættu möguleika,“ sagði Cantona. „Ég held enn að fótboltamenn geti alist upp í fátækt og flestir leikmenn koma úr fátækt. Þeir verða fótboltamenn og eiga möguleika að bjarga sjálfum sér og fjölskyldunni sem er frábært. Ef þú ert góður þá ertu góður,“ sagði Cantona. „Þetta er hæfileikakeppni. Ef þú ert betri en næstu maður þá spilar þú frekar og það er sanngjarnt,“ sagði Cantona. „Að nýta hæfileika sína og verða eitthvað er kjarni fótboltans og þess vegna er enn furðulegra að við getum haldið heimsmeistarakeppni í Katar og fólk hafi í rauninni kosið það,“ sagði Cantona. „Þetta snýst bara um peninga og það er hræðilegt hvernig þeir komu fram við fólkið sem byggði leikvangana. Þúsundir dóu og samt sem áður munum við taka á móti þessari heimsmeistarakeppni fagnandi,“ sagði Cantona.
HM 2022 í Katar Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira