Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Farið verður um víðan völl í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Farið verður um víðan völl í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sóttvarnalæknir býst við að leggja til hertar aðgerðir innanlands vegna þungrar stöðu í faraldrinum. Stefnt er að því að fækka daglegum fjölda smitaðra um helming. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

 Þá verður einnig rætt við framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um metþátttöku í bólusetningum barna í dag og við börn sem biðu sýnatöku við Suðurlandsbraut – sem mörg þeirra kviðu nokkuð.

Einnig verður fjallað um myndband sem hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Ung kona sem fréttastofa hefur rætt við segir að þar megi heyra í móður hennar beita hana andlegu ofbeldi vegna fitufordóma. Í kvöldfréttum verður rætt við talskonu líkamsvirðingar sem segir mikilvægt að foreldrar tengi mataræði og hreyfingu við líðan barna en ekki útlit.

Við verðum einnig í beinni útsendingu frá Laugarlækjaskóla þar sem búið er að taka ákvörðun um að flytja nemendur í annað húsnæði vegna myglu auk þess sem við heyrum í konu sem hefur smitast af þremur afbrigðum kórónuveirunnar og kíkjum á kanínur í Elliðaárdalnum. Dýraverndunarsinnar ætla gera átak í að veiða þær og koma í öruggt skjól.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×