Þjást í reykvískri náttúru en fjölga sér eins og kanínurnar sem þær eru Snorri Másson skrifar 12. janúar 2022 22:31 Gífurlegur fjöldi hálfvilltra kanína í Elliðaárdal er ekki á allra vitorði. Vandinn ágerist og nú á að grípa til mannúðlegra aðgerða. Dýrahjálp Íslands Gælukanínur sem látnar eru lausar í Elliðaárdal hljóta oft grimmileg örlög eftir stutta dvöl í náttúrunni. Nú á samstillt átak að koma þeim í skjól, enda stofninn að stækka of hratt. Kanínur eru ekki hluti af íslenskri náttúru en maður sem ætti leið niður í Elliðaárdal gæti alveg eins dregið þá ályktun. Hér er kominn myndarlegur stofn af allavega 2-300 villtum kanínum, sem eru sumar sorglega umkomulausar, ekki síst nú þegar frost er í jörðu. Fréttastofa leit við í Elliðaárdalnum og spjallaði við kanínur og sérfræðinga: Dýrin ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður Nokkuð er um að kanínum sé sleppt í Elliðaárdalinn þegar eigendur sjá sér ekki lengur fært að sjá um þær. Þeim gengur eflaust gott eitt til, enda hljóta margir þeirra að sjá kanínur á fleti fyrir og hugsa, já, hér virðast þær hafa það gott. Sannleikurinn er þó sá að mikill munur er á þeim kanínum sem verða til hér í náttúrunni, það eru komnar tvær þrjár kynslóðir sem hafa alist upp við þessar aðstæður, og á gælukanínum sem eru allt í einu settar í þær aðstæður að þurfa að bjarga sér. Þær verða oft mjög illa úti. Kanínurnar flykktust að fréttamanni þegar boðið var upp á fábrotinn kálhaus - sem mun til marks um að þær taka öllu matarkyns fegins hendi.Vísir/Sigurjón Lífaldur kanína sem fæðast og lifa á þessu svæði er allajafna ekki talinn vera nema í kringum tvö ár, á meðan ekki er óeðlilegt fyrir gælukanínur að verða allt að 10-12 ára. „Það er mjög mikið dýravelferðarmál að dýr sem eru ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður séu ekki skilin ein eftir við íslenskar aðstæður að vetri til,“ segir Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar. „Það er ekki að ástæðulausu sem er talað um að einhverjir fjölgi sér eins og kanínur. Það varð hrun hérna í stofninum fyrir örfáum árum vegna skæðrar veirusýkingar sem kom upp í stofninum. Nú er hann byrjaður að jafna sig og við viljum gjarnan ná aðeins utan um þetta áður en stofninn verður risastór eins og hann var orðinn hérna fyrir nokkrum árum,“ segir Þorkell. Dýrahjálp og Villikanínur hafa tekið höndum saman um að veiða kanínurnar og koma þeim í skjól með hjálp sjálfboðaliða. Kanínustofninn í Elliðaárdal er í örum vexti, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kanínur eiga í raun alls ekki heima í íslenskri náttúru. Þetta er manngerður vandi.Vísir/Sigurjón Það ætti að koma böndum á stofninn, sem veldur þegar töluverðum vandræðum í borgarlandinu - og það skal gert á mannúðlegan hátt, því að ella kynni borgin að þurfa að grípa til þess að skjóta kanínur. Að komast inn í hlýju og stöðuga næringu er ákjósanlegra. „Núna í janúar ætla félögin, í samvinnu við Dýraþjónustu Reykjavíkur, að ná inn litlum hóp af kanínum úr Elliðárdalnum, er það gert til þess að meta stöðu og heilbrigði stofnsins. Ef verkefnið gengur vel er jafnvel ætlunin að reyna ná öllum þeim kanínum sem halda til á þessu svæði og koma þeim í skjól,“ segir í færslu Dýrahjálpar. Dýr Reykjavík Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Kanínur eru ekki hluti af íslenskri náttúru en maður sem ætti leið niður í Elliðaárdal gæti alveg eins dregið þá ályktun. Hér er kominn myndarlegur stofn af allavega 2-300 villtum kanínum, sem eru sumar sorglega umkomulausar, ekki síst nú þegar frost er í jörðu. Fréttastofa leit við í Elliðaárdalnum og spjallaði við kanínur og sérfræðinga: Dýrin ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður Nokkuð er um að kanínum sé sleppt í Elliðaárdalinn þegar eigendur sjá sér ekki lengur fært að sjá um þær. Þeim gengur eflaust gott eitt til, enda hljóta margir þeirra að sjá kanínur á fleti fyrir og hugsa, já, hér virðast þær hafa það gott. Sannleikurinn er þó sá að mikill munur er á þeim kanínum sem verða til hér í náttúrunni, það eru komnar tvær þrjár kynslóðir sem hafa alist upp við þessar aðstæður, og á gælukanínum sem eru allt í einu settar í þær aðstæður að þurfa að bjarga sér. Þær verða oft mjög illa úti. Kanínurnar flykktust að fréttamanni þegar boðið var upp á fábrotinn kálhaus - sem mun til marks um að þær taka öllu matarkyns fegins hendi.Vísir/Sigurjón Lífaldur kanína sem fæðast og lifa á þessu svæði er allajafna ekki talinn vera nema í kringum tvö ár, á meðan ekki er óeðlilegt fyrir gælukanínur að verða allt að 10-12 ára. „Það er mjög mikið dýravelferðarmál að dýr sem eru ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður séu ekki skilin ein eftir við íslenskar aðstæður að vetri til,“ segir Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar. „Það er ekki að ástæðulausu sem er talað um að einhverjir fjölgi sér eins og kanínur. Það varð hrun hérna í stofninum fyrir örfáum árum vegna skæðrar veirusýkingar sem kom upp í stofninum. Nú er hann byrjaður að jafna sig og við viljum gjarnan ná aðeins utan um þetta áður en stofninn verður risastór eins og hann var orðinn hérna fyrir nokkrum árum,“ segir Þorkell. Dýrahjálp og Villikanínur hafa tekið höndum saman um að veiða kanínurnar og koma þeim í skjól með hjálp sjálfboðaliða. Kanínustofninn í Elliðaárdal er í örum vexti, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kanínur eiga í raun alls ekki heima í íslenskri náttúru. Þetta er manngerður vandi.Vísir/Sigurjón Það ætti að koma böndum á stofninn, sem veldur þegar töluverðum vandræðum í borgarlandinu - og það skal gert á mannúðlegan hátt, því að ella kynni borgin að þurfa að grípa til þess að skjóta kanínur. Að komast inn í hlýju og stöðuga næringu er ákjósanlegra. „Núna í janúar ætla félögin, í samvinnu við Dýraþjónustu Reykjavíkur, að ná inn litlum hóp af kanínum úr Elliðárdalnum, er það gert til þess að meta stöðu og heilbrigði stofnsins. Ef verkefnið gengur vel er jafnvel ætlunin að reyna ná öllum þeim kanínum sem halda til á þessu svæði og koma þeim í skjól,“ segir í færslu Dýrahjálpar.
Dýr Reykjavík Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent