Fótbolti

Byrjunarliðið gegn Úganda: Sex nýliðar, Jökull í markinu og tveir Viktorar á miðjunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jökull Andrésson leikur sinn fyrsta A-landsleik í dag.
Jökull Andrésson leikur sinn fyrsta A-landsleik í dag. vísir/vilhelm

Sex nýliðar eru í byrjunarliði Íslands sem mætir Úganda í vináttulandsleik í Tyrklandi í dag.

Nýliðarnir sex eru Jökull Andrésson, Finnur Tómas Pálmason, Atli Barkarson, Viktor Örlygur Andrason, Viktor Karl Einarsson og Valdimar Þór Ingimundarson.

Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason eru langreyndustu leikmenn íslenska liðsins í dag. Sá síðarnefndi er fyrirliði í fyrsta sinn. Þá leikur Viðar Ari Jónsson sinn fyrsta landsleik í fjögur ár.

Valgeir Lunddal Friðriksson, Ari Leifsson, Finnur Tómas og Atli mynda fjögurra manna varnarlínu Íslands í leiknum á eftir. Viktorarnir tveir og Valdimar eru á miðjunni, Viðar Ari og Arnór Ingvi á köntunum og Jón Daði fremstur.

Þetta er fyrsti landsleikur Íslands og Úganda frá upphafi. Úganda er í 82. sæti styrkleikalista FIFA, tuttugu sætum neðar en Ísland.

Leikur Íslands og Úganda hefst klukkan 14:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá verður fylgst með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×