„Aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2022 12:21 Guðjón Helgason er upplýsingafulltrúi Isavia. Isavia hefur fjölgað veðurmælum sem mæla vindhraða á Keflavíkurflugvelli. Þetta er gert til þess að skapa þann möguleika að í einhverjum tilfellum sé hægt sé að hleypa fólki frá borði í vonskuveðri með því að færa flugvélar um stæði. Nokkrum sinnum á ári yfir vetrartímann berast fréttir af flugfarþegum sem þurfa að bíða um borð í flugvélum eftir lendingu þar sem ekki er hægt að hleypa þeim frá borði vegna veðurs. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða klukkutímum saman, en síðast gerðist þetta í gær þegar ferðalangar sem komu frá Tenerife þurftu að bíða í um tvo klukkutíma um borð vegna roks. Sömuleiðis á sunnudagskvöldið en í báðum tilvikum hélt hluti farþega heim á leið í stað þess að bíða eftir töskum sínum enda leit út fyrir langa bið eftir þeim þar sem ekki var hægt að afferma vélina vegna mikils vinds. Keflavíkurflugvelli er aldrei lokað þó að á Íslandi sé allra veðra von. Flugvélar geta því alltaf lent á vellinum, en vandræði geta skapast eftir lendingu. Svokölluð veðuröryggisnefnd starfar á vegum Isavia, en hún setur ákveðnar aðgerðarreglur vegna óveðurs og tryggir að þeim sé fylgt. Flugfélög og aðrir hagsmunaaðilar eru upplýstir um það veður sem sé í vændum ef fyrirvari er á. Það er síðan í höndum flugfélaganna að taka ákvörðun um hvort að þau ætli að halda flugáætlun þrátt fyrir veður og þau vandræði sem geta skapast eftir að lent er á vellinum. „Það er vitað að ef vindhraðinn fer yfir ákveðin mörk þá er það öryggisatriði að taka landgangana úr notkun og það eru viðmiðin líka fyrir stigabíla sem eru reknir af flugþjónustuaðilum á flugvellinum,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Veðurmælum hefur verið fjölgað á vellinum, en þeir mæla vindhraða á svæðinu. „Það hjálpar okkur í því að athuga ef sú staða er uppi að hægt sé að færa vélar á ákveðin stæði á vellinum þar sem hægt yrði að nota til dæmis stigabíla til þess að hleypa fólki frá borði. Þannig að aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn.“ Keflavíkurflugvöllur Veður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. 11. janúar 2022 23:45 Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. 10. janúar 2022 00:53 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Nokkrum sinnum á ári yfir vetrartímann berast fréttir af flugfarþegum sem þurfa að bíða um borð í flugvélum eftir lendingu þar sem ekki er hægt að hleypa þeim frá borði vegna veðurs. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða klukkutímum saman, en síðast gerðist þetta í gær þegar ferðalangar sem komu frá Tenerife þurftu að bíða í um tvo klukkutíma um borð vegna roks. Sömuleiðis á sunnudagskvöldið en í báðum tilvikum hélt hluti farþega heim á leið í stað þess að bíða eftir töskum sínum enda leit út fyrir langa bið eftir þeim þar sem ekki var hægt að afferma vélina vegna mikils vinds. Keflavíkurflugvelli er aldrei lokað þó að á Íslandi sé allra veðra von. Flugvélar geta því alltaf lent á vellinum, en vandræði geta skapast eftir lendingu. Svokölluð veðuröryggisnefnd starfar á vegum Isavia, en hún setur ákveðnar aðgerðarreglur vegna óveðurs og tryggir að þeim sé fylgt. Flugfélög og aðrir hagsmunaaðilar eru upplýstir um það veður sem sé í vændum ef fyrirvari er á. Það er síðan í höndum flugfélaganna að taka ákvörðun um hvort að þau ætli að halda flugáætlun þrátt fyrir veður og þau vandræði sem geta skapast eftir að lent er á vellinum. „Það er vitað að ef vindhraðinn fer yfir ákveðin mörk þá er það öryggisatriði að taka landgangana úr notkun og það eru viðmiðin líka fyrir stigabíla sem eru reknir af flugþjónustuaðilum á flugvellinum,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Veðurmælum hefur verið fjölgað á vellinum, en þeir mæla vindhraða á svæðinu. „Það hjálpar okkur í því að athuga ef sú staða er uppi að hægt sé að færa vélar á ákveðin stæði á vellinum þar sem hægt yrði að nota til dæmis stigabíla til þess að hleypa fólki frá borði. Þannig að aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn.“
Keflavíkurflugvöllur Veður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. 11. janúar 2022 23:45 Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. 10. janúar 2022 00:53 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. 11. janúar 2022 23:45
Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. 10. janúar 2022 00:53