Fótbolti

Karólína Lea lét stríðnina ekki slá sig út af laginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir nær vonandi að taka næsta skref með Bayern München í aðdraganda Evrópumótsins næsta sumar.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir nær vonandi að taka næsta skref með Bayern München í aðdraganda Evrópumótsins næsta sumar. Getty/Alexander Scheuber

Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í aðalhlutverki í myndbandi sem var sett inn á samfélagsmiðla kvennaliðs Bayern München.

Karólína Lea er að hefja sitt annað tímabil með Bayern München en hún varð þýskur meistari á sínu fyrsta tímabili.

Karólína á eitthvað í land með að læra þýskuna og fulltrúi Instagram síðu Bayern ræddi stuttlega við hana á ensku. Hann bað hana þó um að segja hver væru uppáhalds þýsku orðin hennar.

Bayern liðið var þarna á ferðalagi og dauðfæri til að stríða aðeins einum af reynsluminni leikmönnum hópsins. Þá má því heyra stríðnistón í liðsfélögunum á bak við en Karólína Lea lét þær ekki slá sig út af laginu og kom með nokkur vel valin þýsk orð.



Það mátti heyra þarna „Schöne scheise“ og „Bauarbeiterdekoltee“ svo eitthvað sé nefnt. Hvort sem liðsfélagarnir voru að gera grín að henni eða ekki þá hafði Karólína Lea bara gaman af.

Það má sjá myndbandið hér fyrir ofan.

Karólína Lea er tvítug síðan í ágúst en enginn landsliðskona skoraði fleiri mörk fyrir íslenska A-landsliðið á síðasta ári. Karólína skoraði fjögur mörk og þegar komin með fimm mörk í þrettán landsleikju




Fleiri fréttir

Sjá meira


×