Enska úrvalsdeildin samþykkti frestunina vegna fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan herbúða liðsins, ásamt því að nokkrir leikmenn liðsins eru nú staddir í Kamerún að keppa á Afríkumótinu.
Leicester City Football Club can confirm that the Premier League fixture away to Everton on Tuesday 11 January has been postponed following a meeting of the Premier League Board.
— Leicester City (@LCFC) January 9, 2022
Þetta er í 19. sinn sem faraldurinn hjálpar til við að fresta leikjum á tímabilinu, en samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar þarf liðið að vera með 13 leikmenn klára og þar af einn markmann.
Þetta er líka í annað sinn sem þessum leik er frestað, en hann átti upprunalega að fara fram þann 19. desember. Þá var honum einnig frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Leicester.