Enski boltinn

Leik Everton og Leicester frestað í annað sinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leicester mun ekki heimsækja Everton á þriðjudaginn.
Leicester mun ekki heimsækja Everton á þriðjudaginn. EPA-EFE/Andy Rain

Leik Everton og Leicester sem átti að fara fram næstkomandi þriðjudag hefur verið frestað að beiðni Leicester þar sem liðið hefur ekki nógu marga leikmenn til að taka þátt í leiknum.

Enska úrvalsdeildin samþykkti frestunina vegna fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan herbúða liðsins, ásamt því að nokkrir leikmenn liðsins eru nú staddir í Kamerún að keppa á Afríkumótinu.

Þetta er í 19. sinn sem faraldurinn hjálpar til við að fresta leikjum á tímabilinu, en samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar þarf liðið að vera með 13 leikmenn klára og þar af einn markmann.

Þetta er líka í annað sinn sem þessum leik er frestað, en hann átti upprunalega að fara fram þann 19. desember. Þá var honum einnig frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Leicester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×