Kláraði viðskiptin fyrir utan eftir að hann æsti sig vegna grímuskyldu Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2022 19:01 Málið var leyst á staðnum og fékk maðurinn sínar vörur. Vísir/Vilhelm Óskað var eftir aðstoð lögreglu í ónefndri verslun í Reykjavík í dag þegar viðskiptavinur neitaði að bera andlitsgrímu inn í verslunarhúsnæðinu. Maðurinn sinnti ekki tilmælum starfsmanna og stóð fyrir utan verslunina þegar lögregla kom á staðinn. „Þetta var maður af erlendu bergi brotinn sem gat framvísað vottorði frá sínu heimalandi um að út af hans líkamsástandi þá sé hann undanþegin grímuskyldu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Starfsfólk verslunarinnar aðstoðaði svo manninn við að klára viðskiptin á meðan hann beið utandyra. „Þetta var bara leyst og flott hjá starfsfólkinu að klára málið. Það er afskaplega sjaldgæft að fólk sé með svona vottorð og fæstir hafa séð hvernig þau líta út. Þegar menn framvísa einhverju sem menn hafa aldrei séð þá eru þeir kannski ekki alveg með það á hreinu hvað á að gera.“ Fyrirtæki þurfi ekki að veita undantekningu Ásgeir segir að þó einstaklingur geti framvísað gildum skjölum um undanþágu frá grímuskyldu þá sé það undir versluninni komið hvort þeir fái að koma þangað inn. „Þeir eru alveg með forræðið á því hvaða reglur gilda þar innandyra. Ef það væri grímuskylda á almannafæri þá gætir þú framvísað svona vottorði en ef það eru reglur fyrirtækisins sem segja að það sé grímuskylda án undantekninga þá bara er það svoleiðis.“ Ásgeir segir það afar sjaldgæft að aðilar óski eftir aðstoð lögreglu við að framfylgja grímuskyldu. „Það var einhver æsingur þarna aðeins í byrjun en þegar það var búið að vinda ofan af þessu þá skildu menn bara sáttir og það voru engir eftirmálar. Verslunin fékk viðskiptin, kúnninn fékk vörurnar og það var engin kæra svo þetta var bara eins og best verður á kosið,“ segir Ásgeir Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
„Þetta var maður af erlendu bergi brotinn sem gat framvísað vottorði frá sínu heimalandi um að út af hans líkamsástandi þá sé hann undanþegin grímuskyldu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Starfsfólk verslunarinnar aðstoðaði svo manninn við að klára viðskiptin á meðan hann beið utandyra. „Þetta var bara leyst og flott hjá starfsfólkinu að klára málið. Það er afskaplega sjaldgæft að fólk sé með svona vottorð og fæstir hafa séð hvernig þau líta út. Þegar menn framvísa einhverju sem menn hafa aldrei séð þá eru þeir kannski ekki alveg með það á hreinu hvað á að gera.“ Fyrirtæki þurfi ekki að veita undantekningu Ásgeir segir að þó einstaklingur geti framvísað gildum skjölum um undanþágu frá grímuskyldu þá sé það undir versluninni komið hvort þeir fái að koma þangað inn. „Þeir eru alveg með forræðið á því hvaða reglur gilda þar innandyra. Ef það væri grímuskylda á almannafæri þá gætir þú framvísað svona vottorði en ef það eru reglur fyrirtækisins sem segja að það sé grímuskylda án undantekninga þá bara er það svoleiðis.“ Ásgeir segir það afar sjaldgæft að aðilar óski eftir aðstoð lögreglu við að framfylgja grímuskyldu. „Það var einhver æsingur þarna aðeins í byrjun en þegar það var búið að vinda ofan af þessu þá skildu menn bara sáttir og það voru engir eftirmálar. Verslunin fékk viðskiptin, kúnninn fékk vörurnar og það var engin kæra svo þetta var bara eins og best verður á kosið,“ segir Ásgeir Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira