Fréttir

Bíll Hilmars fannst ó­skemmdur í Mjódd

Árni Sæberg skrifar
Bíllin lítur nákvæmlega eins út nú eftir þjófnaðinn og þegar mynd þessi var tekin.
Bíllin lítur nákvæmlega eins út nú eftir þjófnaðinn og þegar mynd þessi var tekin. Aðsend

Hilmar Ögmundsson ráðgjafi lenti í óheppilegu atviki á föstudag þegar bíl hans var stolið á meðan hann skrapp inn að sækja ung börn sín. Hilmar vissi ekkert um afdrif bílsins fyrr en í dag þegar hann fannst stráheill í Mjódd í Breiðholti.

Hilmar var með bíl sinn í gangi fyrir utan heimili sitt að Kópalind í Kópavogi og skaust inn til að ná í börn sín sem eru tvö, stelpa og strákur, sex og sjö ára gömul, til að fara með þau í skóla. Rétt á meðan vindur ungur maður sér inn í bílinn og ekur á brott. Hilmar segir að þetta hafi ekki verið neinn fagmaður því hann var að baksa við að koma bílnum í bakkgír.

Svo virðist sem ungi maðurinn hafi bara þurft að nota bílinn í nokkrar útréttingar en hann lagði honum við Landsbankann í Mjódd og skildi hann þar eftir. Vert er að taka fram að slíkum nytjastuldi fylgir sjaldnast þung refsing, enda ekki framinn í auðgunarskyni.

Lögreglan hefur málið þó til rannsóknar og að sögn Hilmars er til myndefni úr myndavél Landsbankans sem farið verður yfir á morgun.

Ólíkt því sem oft gerist þegar bílum er stolið fannst bíll Hilmars að öllu óskemmdur. Eina tjón Hilmars er týndur bíllykill sem ungi maðurinn hefur líkast til enn í fórum sínum. Hilmar segist þó eiga aukalykil.

Hilmar þakkar þeim sem deilt hafa tilkynningu hans um stuldinn kærlega.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.