Átján mánaða fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2022 14:20 Héraðsdómur Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á föstudag dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum síðustu ár. Kona hans og móðir stúlknanna var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur í málinu var birtur í gær en þar er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafi beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist, Í dómi héraðsdóms er, auk ofbeldisins, því lýst hvernig maðurinn reyndi að hafa áhrif á vitnisburð elstu dótturinnar eftir að hún var komin á fósturheimili líkt systur hennar. Það gerði hann með því að aka ítrekað fram hjá fósturheimili hennar og senda henni ógnandi skilaboð. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Skilaboðin voru upphaflega á arabísku, móðurmáli fjölskyldunnar. Flúðu land vegna samkynhneigðar Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt hingað til lands árið 2016 og sótt um alþjóðlega vernd og fjölskyldusameiningu. Mæðgurnar fluttu síðan til landsins árið 2018. Fyrir dómi sögðust foreldrarnir hafa neyðst til að flýja heimaland sitt, nafn hvers er ekki í dóminum, vegna ofsókna sem fjölskyldan varð fyrir vegna samkynhneigðar fjölskylduföðurins. Þannig hafi fjölskyldumeðlimir hans meðal annar kveikt í heimili þeirra. Maðurinn átti sér engar málsbætur. Dómurinn leit svo á að maðurinn ætti sér engar málsbætur og var hann því dæmdur til átján mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Litið var til þess við ákvörðun refsingar móðurinnar að hún hafi sjálf verið þolandi viðvarandi heimilisofbeldis mannsins og því hlaut hún vægari sex mánaða dóm en fullnustu refsingar er frestað. Faðirinn var jafnframt dæmdur til að greiða þremur dætrum sínum miskabætur upp á 2,5 milljónir króna hverri. Yngstu dótturinni þarf hann að greiða 1,5 milljón króna. Móðirin greiðir eldri dætrum sínum 800 þúsund krónur hverri en bótakröfu yngstu dótturinnar gegn henni var vísað frá dómi. Faðirinn var dæmdur til að greiða um 4,5 milljónir króna í málskostnað en móðirin um 2,7 milljónir. Foreldrarnir bera óskipt greiðslu réttargæslumanns dætranna, um 1,3 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa í heild sinni hér. Rétt er að vara viðkvæma lesendur við ítarlegum lýsingum af grófu ofbeldi í dóminum. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Dómur í málinu var birtur í gær en þar er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafi beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist, Í dómi héraðsdóms er, auk ofbeldisins, því lýst hvernig maðurinn reyndi að hafa áhrif á vitnisburð elstu dótturinnar eftir að hún var komin á fósturheimili líkt systur hennar. Það gerði hann með því að aka ítrekað fram hjá fósturheimili hennar og senda henni ógnandi skilaboð. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Skilaboðin voru upphaflega á arabísku, móðurmáli fjölskyldunnar. Flúðu land vegna samkynhneigðar Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt hingað til lands árið 2016 og sótt um alþjóðlega vernd og fjölskyldusameiningu. Mæðgurnar fluttu síðan til landsins árið 2018. Fyrir dómi sögðust foreldrarnir hafa neyðst til að flýja heimaland sitt, nafn hvers er ekki í dóminum, vegna ofsókna sem fjölskyldan varð fyrir vegna samkynhneigðar fjölskylduföðurins. Þannig hafi fjölskyldumeðlimir hans meðal annar kveikt í heimili þeirra. Maðurinn átti sér engar málsbætur. Dómurinn leit svo á að maðurinn ætti sér engar málsbætur og var hann því dæmdur til átján mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Litið var til þess við ákvörðun refsingar móðurinnar að hún hafi sjálf verið þolandi viðvarandi heimilisofbeldis mannsins og því hlaut hún vægari sex mánaða dóm en fullnustu refsingar er frestað. Faðirinn var jafnframt dæmdur til að greiða þremur dætrum sínum miskabætur upp á 2,5 milljónir króna hverri. Yngstu dótturinni þarf hann að greiða 1,5 milljón króna. Móðirin greiðir eldri dætrum sínum 800 þúsund krónur hverri en bótakröfu yngstu dótturinnar gegn henni var vísað frá dómi. Faðirinn var dæmdur til að greiða um 4,5 milljónir króna í málskostnað en móðirin um 2,7 milljónir. Foreldrarnir bera óskipt greiðslu réttargæslumanns dætranna, um 1,3 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa í heild sinni hér. Rétt er að vara viðkvæma lesendur við ítarlegum lýsingum af grófu ofbeldi í dóminum.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira