Enn versnar veðrið: Fleiri gular viðvaranir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2022 12:08 Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Veðurstofan Allt þangað til í morgun var útlit fyrir að lægð sem gengur yfir landið í kvöld myndi eingöngu láta til sín taka á suðvesturhorninu og Suðurlandi en nú er ljóst að fleiri landshlutar eru undir. Gular viðvaranir taka flestar gildi upp úr klukkan 21 eða síðar og eru í flestum landshlutum landsins. Vindur verður víðast hvar á bilinu 15-30 metrar á sekúndu og getur farið upp í 40 metra á sekúndu í hviðum. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrið fljótt fara versnandi þegar kvölda tekur. „Það er vaxandi vindur núna í dag og þykknar upp, það verður kominn stormur eða rok hérna suðvestan til í kvöld með rigningu. Mjög hvasst undir Eyjafjöllunum og austur í Mýrdal, þar getur vindurinn farið upp í 28 metra á sekúndu. Svo færist veðrið smám saman norður yfir landið í nótt. „Það má segja að nýja árið hafi byrjað með látum“ Það fer einnig að hvessa fyrir norðan og austan og svo gengur á með talsverðri rigningu og slyddu á Suðausturlandi og Austfjörðum og líklegt að það verði snjókoma eða hríð á fjallavegum á Austfjörðum. Veðrið gengur síðan niður í fyrramálið,“ segir Þorsteinn. Gera má ráð fyrir að einhverjir muni koma til með að eiga erfitt með svefn veðrið nær hámarki upp úr miðnætti suðvestanlands. Veðrið færist svo norður yfir land og nær hámarki þar milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Veðurfræðingur varar fólk við að vera á ferðinni. „Árið hefur byrjað með miklum lægðagangi og alls konar hvassviðri, stormur og rok. Þetta virðist vera svolítið bara í kortunum núna á næstunni og þetta er bara enn ein lægðin sem kemur núna í kvöld. Það má segja að nýja árið hafi byrjað með látum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir: Ekkert lát á vonskuveðri Gular viðvaranir taka gildi víðsvegar á landinu í dag en búist er við suðaustanstormi í nokkrum landshlutum. 9. janúar 2022 08:26 „Þetta er mjög öflug lægð“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið. 6. janúar 2022 00:01 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Gular viðvaranir taka flestar gildi upp úr klukkan 21 eða síðar og eru í flestum landshlutum landsins. Vindur verður víðast hvar á bilinu 15-30 metrar á sekúndu og getur farið upp í 40 metra á sekúndu í hviðum. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrið fljótt fara versnandi þegar kvölda tekur. „Það er vaxandi vindur núna í dag og þykknar upp, það verður kominn stormur eða rok hérna suðvestan til í kvöld með rigningu. Mjög hvasst undir Eyjafjöllunum og austur í Mýrdal, þar getur vindurinn farið upp í 28 metra á sekúndu. Svo færist veðrið smám saman norður yfir landið í nótt. „Það má segja að nýja árið hafi byrjað með látum“ Það fer einnig að hvessa fyrir norðan og austan og svo gengur á með talsverðri rigningu og slyddu á Suðausturlandi og Austfjörðum og líklegt að það verði snjókoma eða hríð á fjallavegum á Austfjörðum. Veðrið gengur síðan niður í fyrramálið,“ segir Þorsteinn. Gera má ráð fyrir að einhverjir muni koma til með að eiga erfitt með svefn veðrið nær hámarki upp úr miðnætti suðvestanlands. Veðrið færist svo norður yfir land og nær hámarki þar milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Veðurfræðingur varar fólk við að vera á ferðinni. „Árið hefur byrjað með miklum lægðagangi og alls konar hvassviðri, stormur og rok. Þetta virðist vera svolítið bara í kortunum núna á næstunni og þetta er bara enn ein lægðin sem kemur núna í kvöld. Það má segja að nýja árið hafi byrjað með látum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir: Ekkert lát á vonskuveðri Gular viðvaranir taka gildi víðsvegar á landinu í dag en búist er við suðaustanstormi í nokkrum landshlutum. 9. janúar 2022 08:26 „Þetta er mjög öflug lægð“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið. 6. janúar 2022 00:01 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Gular viðvaranir: Ekkert lát á vonskuveðri Gular viðvaranir taka gildi víðsvegar á landinu í dag en búist er við suðaustanstormi í nokkrum landshlutum. 9. janúar 2022 08:26
„Þetta er mjög öflug lægð“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið. 6. janúar 2022 00:01