Wales mætir Austurríki í mars í umspilsleik fyrir HM og sigur éi þeim leik færir þeim hreinan úrslitaleik um laust sæti á HM gegn annaðhvort Skotlandi eða Úkraínu.
Velska landsliðið hefur ekki komist á lokamót HM síðan 1958 og Bale vill gjarnan koma þjóð sinni á þetta stærsta svið knattspyrnunnar áður en ferli hans lýkur.
Mistakist Wales að vinna sér inn sæti á HM gæti Bale lagt skona á hilluna þegar samningur hans við Real Madrid rennur út í sumar, en hins vegar gæti leikmaðurinn íhugað að skrifa undir skammtímasamning við lið í ensku úrvalsdeildinni, eða 1. deildinni, til að halda sér í formi fyrir mótið ef Wales fer alla leið.
Samkvæmt heimildamönnum Sky Sports gæti Bale hugsað sér að spila fyrir Cardiff eða Swansea í heimalandinu, en bæði lið leika í ensku 1. deildinni.
"There's a real chance that either he could retire or we could see him play in the Championship for a couple of months." @SkyKaveh says Gareth Bale is considering retiring from football after his contract with Real Madrid expires this summer. pic.twitter.com/qjcBJr4TZS
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 7, 2022
Bale gekk til liðs við Real Madrid árið 2013 fyrir metfé og hefur síðan þá unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og spænsku deildina tvisvar.
Hann hefur hins vegar verið úti í kuldanum í spænsku höfuðborginni seinustu ár og snéri aftur til Tottenham á seinasta tímabili á eins árs láni. Bale hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum undir stjórn Carlo Ancelotti á yfirstandandi tímabili.