Fótbolti

Besta knattspyrnufólk heims tilnefnt

Sindri Sverrisson skrifar
Þetta er besta knattspyrnufólk heims samkvæmt tilnefningum FIFA.
Þetta er besta knattspyrnufólk heims samkvæmt tilnefningum FIFA. Getty

FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur tilkynnt hvaða þrjár knattspyrnukonur og hvaða þrír knattspyrnukarlar koma til greina í valinu á knattspyrnufólki árið 2021.

FIFA heldur árlega verðlaunahátíð undir yfirskriftinni Þau bestu, eða The Best, og verðlaunað þar besta knattspyrnufólk heims.

Að þessu sinni koma þeir Lionel Messi úr PSG, Mohamed Salah úr Liverpool og Robert Lewandowski úr Bayern München til greina sem knattspyrnukarl ársins.

Í valinu á knattspyrnukonu ársins eru Alexia Putellas og Jennifer Hermoso úr Evrópumeistaraliði Barcelona, og Chelsea-konan Sam Kerr tilnefndar.

Fyrir ári síðan var hinn pólski Lewandowski valinn knattspyrnukarl ársins en hin enska Lucy Bronze valin knattspyrnukona ársins. 

Athygli vekur að engin þeirra þriggja sem tilnefndar voru sem knattspyrnukona ársins í fyrra eru tilnefndar í ár. Hjá körlunum er Salah nú í hópi þriggja bestu í stað Cristiano Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×