Lífið

Nýja kærasta Kanye West staðfestir sambandið í pistli og myndatöku

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Julia Fox og Ye á stefnumóti.
Julia Fox og Ye á stefnumóti. Getty/ Gotham

Rapparinn Kanye West og leikkonan Julia Fox hafa sést saman á hinum ýmsu stefnumótum síðan þau kynntust á gamlársdag fyrir rúmri viku síðan og hefur Julia nú staðfest sambandið. Hún lýsir sambandinu ítarlega og segir það eins og að upplifa ævintýri.

Það eru liðinn mánuður síðan Kanye, sem breytti nýlega nafninu sínu í Ye, var með yfirlýsingar um að hann væri staðráðinn í að byrja aftur með fyrrverandi eiginkonu sinni Kim Kardashian. Á þessum mánuði virðist rapparinn hafa breytt um stefnu og er núna að einbeita sér að nýja sambandinu. Samband Ye og Juliu virðist lítið fá á Kim sem er að njóta lífsins með kærastanum sínum Pete Davidson á Bahamas.

Samband Ye og Juliu var staðfest í pistli sem Interview gaf út. Julia Fox er titluð sem höfundur og hún lætur allt flakka um ástarsambandið þeirra. Pistillinn ber heitir Stefnumót og honum fylgja einnig myndir úr myndatöku af parinu sem sýnir hversu náin þau eru orðin.

„Við hittumst í Miami á gamlársdag og náðum strax vel saman. Það er svo gaman að vera í kringum orkuna hans.“ skrifaði Julia.

Eftir að þau kynntust um áramótin vildu þau halda fjörinu áfram og fóru til New York þar sem þau fóru saman í leikhús og út að borða. Julia fannst mjög aðdáunarvert að Ye hafi mætt á réttum tíma á stefnumótið þeirra eftir að hafa komið beint úr flugi. 

Þegar þau fóru út að borða á staðnum Carbone í New York virðist Ye skyndilega hafa fengið innblástur og gerði sér lítið fyrir og leikstýrði Juliu í myndatöku á staðnum, fyrir framan alla gesti staðarins. Allir á veitingastaðnum voru í skýjunum með uppákomuna samkvæmt Juliu og hvöttu hana til dáða. Ye lýsir sjálfum sér sem miklum listamanni og virðist sköpunarkrafturinn hvorki spyrja um stund né stað.

Eftir myndatökuna bauð Ye henni upp á hótelsvítu sem var full af fötum fyrir hana. Julia segir að sér hafi verið komið virkilega á óvart og hafi liðið eins og Öskubusku. „Hver gerir þetta á öðru stefnumóti? Eða einhverju stefnumóti! Allt hjá okkur er búið að vera svo náttúrulegt. Ég veit ekki hvert sambandið stefnir en ef þetta er forsmekkurinn að framtíðinni er ég að elska þetta ferðalag.“ Skrifar Julia og það verður gaman að sjá hvert sambandið stefnir á næstu vikum.


Tengdar fréttir

Kim og Pete njóta lífsins á Bahamas

Kim Kardashiann og Pete Davidson voru mynduð saman á Bahamas eyjum í gær. Parið var mætt þangað í frí og vöktu auðvitað mikla athygli alls staðar sem þau fóru.

Ye vinnur að Dondu 2

Tónlistarmaðurinn Ye er að vinna að nýrri plötu, Donda 2. Þetta verður fyrsta framhaldsplata Ye sem einnig er þekktur sem Kanye West.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.