Lífið

Kim og Pete njóta lífsins á Bahamas

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kim og Pete eru eitt heitasta parið í Hollywood í augnablikinu.
Kim og Pete eru eitt heitasta parið í Hollywood í augnablikinu. Samsett/Getty

Kim Kardashiann og Pete Davidson voru mynduð saman á Bahamas eyjum í gær. Parið var mætt þangað í frí og vöktu auðvitað mikla athygli alls staðar sem þau fóru.

Kim og Pete voru fyrst tengd saman eftir að þau léku saman í SNL í október. Síðan  þá hafa þau reglulega verið að hittast en ekkert hefur verið gert opinbert um þeirra samband.

Kim sótti um skilnað frá Ye, áður Kanye West, fyrr á árinu. Hún hefur einnig óskað eftir því hjá dómstólum að verða löglega skráð einhleyp og að West verði fjarlægt úr nafni hennar.  Kanye West var í vikunni myndaður á stefnumóti með leikkonunni Juliu Fox. 

Myndir af Pete og Kim á Bahamas má til dæmis sjá á vef tímaritsins People. Nýir raunveruleikaþættir Kardashian fjölskyldunnar á Hulu fara af stað síðar í þessum mánuði eða í byrjun febrúar. 


Tengdar fréttir

Ye vinnur að Dondu 2

Tónlistarmaðurinn Ye er að vinna að nýrri plötu, Donda 2. Þetta verður fyrsta framhaldsplata Ye sem einnig er þekktur sem Kanye West.

Segir sam­band Kim Kar­dashian og Pete David­son loksins opin­bert

„Þetta er orðið opinbert. Ég er búin að vera lengi að sætta mig við þetta, en þetta er bara svona. Þau eru saman,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir um sambandið sem allra augu hafa verið á síðustu mánuði, þeirra Kim Kardashian og Pete Davidson.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.