Fótbolti

Jökull kemur inn í ís­lenska karla­lands­liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jökull Andrésson fær nú tækifæri með íslenska karlalandsliðinu.
Jökull Andrésson fær nú tækifæri með íslenska karlalandsliðinu. KSÍ

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur þurft að gera breytingu á landsliðshópi sínum sem hann opinberaði á miðvikudaginn.

Leikmannahópurinn var valinn fyrir vináttuleikina gegn Úganda og Suður-Kóreu.

Patrik Sigurður Gunnarsson er meiddur og í hans stað kemur Jökull Andrésson. Jökull hefur ekki áður verið í A-landsliðshópnum en á að baki tvo leiki með U21 landsliðinu og hefur jafnframt leikið fyrir U19 og U17 landslið Íslands.

Hinir markverðir liðsins eru Ingvar Jónsson frá Víkingi R. og Hákon Rafn Valdimarsson hjá IF Elfsborg.

Jökull er tvítugur og er nú á láni hjá Morecambe frá Reading. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Reading síðasta sumar.

Leikirnir fara báðir fram í Tyrklandi - fyrri leikurinn gegn Úganda 12. janúar og sá seinni gegn Suður-Kóreu 15. janúar.

Þetta eru ekki opinberir leikdagar landsliða hjá FIFA og því gat Arnar ekki valið leikmenn úr deildum sem eru í gangi heldur aðeins leikmenn á Íslandi og á Norðurlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×