Sjúklingar sendir heim af Vogi vegna hópsmits Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 19:53 Yfirlæknir á Vogi segir að sóttvarnir hafi verið í hávegum hafðar síðustu daga og allir sjúklingar fara í PCR próf degi fyrir innlögn á Vog. Smit gæti því hafa komið frá starfsmanni en smitrakning liggur ekki fyrir. Yfirlæknir segir líklegt að smit hafi borist úr mismunandi áttum. Vísir/Sigurjón Sex sjúklingar og fjórir starfsmenn á sjúkrahúsinu Vogi greindust smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófi í dag. Sjúklingarnir hafa verið sendir heim í sóttkví og yfirlæknir gerir ráð fyrir því að starfsemi á Vogi leggist niður á næstu dögum. Enn eru einhverjir eftir á sjúkrahúsinu en rúmlega tuttugu manns hafa verið sendir heim í sóttkví. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé bagaleg. Sjúklingar og starfsmenn tóku hraðpróf í dag en niðurstöður úr PCR prófum liggja væntanlega fyrir í kvöld eða á morgun. „Það eru ekki allir farnir heim en allir þeir sem gátu farið heim fóru heim, af því að allir þurfa að fara í sóttkví. Þannig að við setjum meðferðina á bið í einhverja daga og tökum svo upp þráðinn,“ segir Valgerður og bætir við að staðan sé slæm í ljósi eðlis starfseminnar. Einhverjir sjúklinga hafa verið sendir heim með afvötnunarlyf en Valgerður segir að það hafi verið í undantekningartilvikum: „Það var bara gert með varkárni, við myndum ekki senda neinn heim í hættu,“ segir Valgerður og bætir við að sjúklingar og starfsmenn hafi almennt tekið fréttunum vel. Vonir séu bundnar við að hægt verði að halda starfseminni áfram gangandi. „Það er ekkert gott við þetta, en allir sem eru að koma til okkar þeir eru að koma einhvers staðar frá og eru búinir að vera oft í mikilli neyslu lengi. En við þurfum bara að fresta afeitrun og fresta meðferð, eins skítt og það er,“ segir Valgerður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Enn eru einhverjir eftir á sjúkrahúsinu en rúmlega tuttugu manns hafa verið sendir heim í sóttkví. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé bagaleg. Sjúklingar og starfsmenn tóku hraðpróf í dag en niðurstöður úr PCR prófum liggja væntanlega fyrir í kvöld eða á morgun. „Það eru ekki allir farnir heim en allir þeir sem gátu farið heim fóru heim, af því að allir þurfa að fara í sóttkví. Þannig að við setjum meðferðina á bið í einhverja daga og tökum svo upp þráðinn,“ segir Valgerður og bætir við að staðan sé slæm í ljósi eðlis starfseminnar. Einhverjir sjúklinga hafa verið sendir heim með afvötnunarlyf en Valgerður segir að það hafi verið í undantekningartilvikum: „Það var bara gert með varkárni, við myndum ekki senda neinn heim í hættu,“ segir Valgerður og bætir við að sjúklingar og starfsmenn hafi almennt tekið fréttunum vel. Vonir séu bundnar við að hægt verði að halda starfseminni áfram gangandi. „Það er ekkert gott við þetta, en allir sem eru að koma til okkar þeir eru að koma einhvers staðar frá og eru búinir að vera oft í mikilli neyslu lengi. En við þurfum bara að fresta afeitrun og fresta meðferð, eins skítt og það er,“ segir Valgerður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira